Nú fer að líða að lokum þessarar bloggsíðu en áður en ég hætti allri starfsemi hér ætla ég að kreista nokkur orð um hvernig mér hefur fundist kvikmyndagerð þennan vetur.
Ég get allavega byrjað á því að vera hreinskilin. Það spilaði stóran hlut af hverju ég valdi þetta fag þegar ég heyrði að maður væri alltaf að horfa á myndir í tíma, ekkert heimanám og engin skyndipróf. Reyndar kom svo í ljós að þetta er ekki eins mikil slökun og heyrist í fyrstu.
Mér finnst eitthvað skrítið við það að mest vinnan fer í bloggin ekki einhver verkefni tengd myndavélinni og klippitölvunni. Mér finnst að það ættu að vera fleiri verkefni tengd þeim tækjum og ekki endilega stór heldur kannski bara taka upp senu í mynd sem Siggi ákveður(mismunandi senur á hópa) og vinna aðeins í því. Þessar bloggfærslur segja ekki neitt hvort ég kann eitthvað í kvikmyndatöku eða handritagerð. Reyndar er eitt gott sem ég tek frá öllum þessum bloggum og þessu fagi. Þegar ég horfi á mynd þá tek ég frekar eftir ”litlu atriðunum” og gagnrýni myndir meira, s.s. lýsingu, tónlist, klippingu og fleiru.... auðvitað eru þetta ekkert ”lítil atriði” en ég kalla þetta bara það.
Siggi Palli varpaði nokkrum spurningum og ég ætla að svara nokkrum þeirra. Með þeim svörum segja meira frá hvernig mér fannst þetta fag ganga í vetur.
Hvað tókst vel og hvað mætti betur fara?
Í byrjun var þetta hnitmiðað og tekið á þessu með hörðum höndum. Þú skipaðir okkur í hópa og við gerðum maraþonmyndina. Eftir hana ýttir þú minna á okkur til að fara í heimildarmyndina og lokaverkefnið. Auk þess varð tímalínan sveigjanlegri svo við fengum tækifæri á því að fresta tökum og allir vita að það er alltaf best að fresta verkefnum. Skil á heimildarmynd þurfa reyndar að vera sveigjanleg en með lokaverkefnið þá finnst mér að þú ættir að vera strangari á sýningardegi og hafa hann fyrr en í ár. Annars fannst mér kennsla í tímum allt í lagi, ekkert æpandi skemmtileg en maður lærir nú eitthvað af þessu öllu saman.
Hvaða hluti námskeiðsins var skemmtilegastur?
Skemmtilegasti hluti námskeiðsins var án efa að kynnast myndavélinni og taka upp. Eins og ég sagði hér að ofan þá finnst mér að það ætti að vera meira af því og minna af bloggi. Jafnvel bæta við einu litlu verkefni sem tengist bæði kvikmyndavélinni og klippingu og á móti minnka stigin í blogginu til þessa að fá 10, jafnvel niður í 60. Ég skil að það að við erum að læra að gagnrýna ”og hugsa út fyrir kassann” með því að blogga en mér finnst að það ætti að vera lögð meiri áhersla á myndavélina.
Hvaða hluta þarf að breyta?
Eins og ég er búin að nefna núna tvisvar þá finnst mér að það ætti að vera fleiri minni verkefni með kvikmyndavélina og klippinguna og bloggið ætti að skipta minna máli. Eða kannsk ekki minna máli heldur fara minni vinna í það(færri en 80 stig til að fá 10 í einkunn).
Siggi Palli nenfdi eitthvað í sinni færslu um að færa kvkikmyndasöguna og tengja hana fyrri fyrirlestrunum. Mér finnst það mjög sniðug hugmynd. Þá mundi nást að fara yfir meira í kvikmyndasögunni og hafa fyrirlestrana þá jafnvel í tímaröð þ.a. hver hópur fjallar um mann sem var áberandi á ákveðnum tíma og seinni hópar fjalla um menn sem voru á eftir honum. Auðvitað er það erfitt að raða þessum mönnum í tímaröð en það sakar ekki að athuga þetta.
Ég gleymi kannski að fjalla um eitthvað í þessari færslu en þetta er allavega það fyrsta sem mér dettur í hug. Eitt áður en ég hætti þá finnst mér að Siggi Palli hafi staðið sig ágætlega í vetur. Reyndar vakti hann ekkert mikin áhuga á sumu efni en það var bara kannski það að maður var búinn að ákveða fyrirfram að efnið væri leiðinlegt. Lokaorðin mín um kvikmyndagerð eru þá bara kannski þessi: Meiri vinna en ég bjóst við en á góðan hátt..