Monday, November 30, 2009

Some like it hot

Við horfðum á Some like it hot (1959) um daginn í kvikmyndatímanum. Mér fannst þessi mynd nokkuð góð, minnti mig á mynd sem ég horfði oft á þegar ég var lítill pjakkur, Blazing Saddles (1974) með Mel Brooks og félögum. Veit ekki alveg af hverju því þessar myndir eru eiginlega ekkert líkar. Það hlaut að vera samstarf Jerry(Daphne) og Joe(Josephine) sem minnti mig á þá Jim og Bart. Allavega, þá fannst mér þessi mynd fyndin og skemmtileg, ein af fimm myndum í þessum kvikmyndatímum sem ég hef haft gaman að en hinar fjórar voru Cats of Mirikitani, Casablanca, Chinatown og Citizen Kane.

-

Þessi mynd var leikstýrð af Billy Wilder sem ég kannast ekki alveg nógu mikið við. Þetta er svart/hvít mynd með skemmtilegum söguþræði en ég held ég þurfi ekkert að fara nánar í hann því þeir sem eru mögulegir að lesa þetta blogg hafa séð myndina. Aðalleikarar myndarinnar voru þau Marilyn Monroe(Sugar Kane), Tony Curtis(Joe/Josephine) og Jack Lemmon(Jerry/Daphne). Þau stóðu sig öll með prýði. Monroe með sína kynþokkafullu takta hér og þar en mér finnst merkilegt að sjá hvernig staðlaða formið á flottum líkama hefur breyst frá 1960 til dagsins í dag, sérstaklega hjá kvenmönnum. Monroe var ein flottasta kona síns tíma, allar vildi vera eins og hún en nú snýst það bara um að vera eins grönn og hægt er og með sílíkon. Sjálfur mundi ég velja konu á við Monroe en það er bara ég. Þeir Tony og Jack stóði sig einnig vel og náðu vel saman. Þeir voru “flottir” sem konur en það var ótrúlegt hvað Jack, þegar hann var í gervi sem Daphne, var líkur Jókernum úr Batman þegar hann brosti.

-

Það var eitt sem ég tók strax eftir við þessa mynd, að hún var enn fyndin. Það gerist með nokkrar myndir(gott dæmi Blazing Saddles) að þær verða ófyndnari með tímanum en þessi hélt dampi allan tíman. Ég skemmti mér vel yfir henni. Það voru nokkur flott(skemmtileg er kannski betra orð yfir það, veit ekki alveg) atrið í þessari mynd. T.d. atriðið þegar allar stelpurnar hittast í lestarbásnum hennar Daphne um kvöldið og atriðið með Sugar og Junior(Joe) á bátnum. Fyrra atriðið var fyndið, mikið að gerast inn í rammanum, allt á iðið og þær birtast allar bara allt í einu og hverfa jafn fljótt. Seinna atriðið og aðdragandi að því voru flottar senur. Joe á hjóli að keppast við komast fyrr en Sugar að bátnum og þau saman á bátnum, eiga saman heita kvöldstund. Eitt sem er alveg ómissandi í eldri grínmyndir, og vantar ekki í þessa, er eltingaleikur þar sem vondu kallarnir eru að reyna ná söguhetjunum en þær ná alltaf rétt að sleppa á ótrúlegan hátt þar sem vondu kallarnir eru sýndir sem nautheimsk vöðvatröll og láta gabba sig hvað eftir annað. Alveg fyrirsjánlegt en samt gaman að þessu, ég hlóg að minnsta kosti.

-

Tónlistin í myndinni er ekkert framúrskarandi, rétt eins og myndin sjálf. Hún er bara þarna til staðar en mér finnst tónlist ekki skipta jafn miklu máli í grínmyndum eins og í hasar- og spennumyndum. Það er nokkuð um frekar langar tökur sem gera myndina enn skemmtilegri en það er eitthvað sem vantar í nýlegar myndir. Mér finnst það gefa atriðinu meira líf og meiri trúverðlugleika að hafa það lengra, án þess að klippa ótal skot frá ótal stöðum inn á milli. Mér finnst líka fyndið við þessa mynd hvað Jack og Tony eru ekkert líkir konum í gervunum sínum en samt trúa allir því að þeir eru konur. Það er bara einn af mörgum hlutum sem gera þessa mynd svona skemmtilega.

-

Þessari mynd er hægt að lýsa í nokkrum orðum: Fyndin gamanmynd sem stendur tímans tönn. Ég vil enda þessa færslu á stutt broti úr myndinni, þegar rútan kemur upp að hótelinu og kallinn reynir við Daphne, fyndið atrið og það sést í því hversi lík hún er Jókernum, ekki endilega besta senan til að sýna það en takið eftir því.



Thursday, November 26, 2009

The Godfather

Ég horfði á fyrstu myndina í The Godfather þríleiknum um helgina, Mario Puzo’s The Godfather (1972). Ótrúlegt en satt þá hafði ég aldrei séð hana áður og reyndar hef ég ekki heldur séð hinar tvær, The Godfather: Part II (1974) og The Godfather: Part III (1990). Í raun heita þær líka Mario Puzo’s ...... en Mario var/er(veit ekki hvort hann sé dáinn) rithöfundur sem skrifaði bækur um guðfeður Corleone ættarinnar en myndirnar er byggðar á þeim bókum. Maðurinn sem leikstýrði öllum þremur myndunum var hann Francis Ford Coppola en hann leikstýrði líka Dracula (1992) þar sem leikarar á við Keanu Reeves, Winona Ryder(hvar er hún í dag?) og Gary Oldman fengu að sýna listir sýnar. Mér líst allavega á allar þær myndir sem ég hef séð eftir þennan leiksjóra, Dracula og The Godfather.

Hvar á maður að byrja með að lýsa þessari mynd. Flottur söguþráður, margar skemmtilegar tökur, auðvitað klikkað svöl tónlist og margt fleira sem gerir þessa mynd að meistaraverki.

Coppola og Puzo gerðu handritið að myndinni í sameiningu. Sögusviðið er mjög flott og sýnir vel stemminguna í myndinnni. Myndin gerist líklega á árunum 1950-1960, þegar glæpastarfsemi var enn mikil í Bandaríkjunum og löggan var að einhverju leiti spillt. Það er eitt sem truflar mig við þessa mynd og ég ætla að koma með það strax. Þó að myndin gerist á þessum tíma þá hljóta að vera einhverjar löggur sem eru ekki spilltar, er það ekki? Það er alveg ótrúlegt hvað mennirnar komast upp með mörg morð. Mér finnst þessi þáttur gera myndina óraunvörulegri og verri fyrir vikið en hún er samt það góð að það skiptir litlu máli.

Reyndar finnst mér tvennt annað illa gert við þessa mynd. Í tveimur atriðum, í þeim báðum er James Caan, e.þ.s. Sonny, í sviðsljósinu, er leikurinn eða hugmyndin bakvið atriðið ekki nógu góð. Það fyrra er þegar Sonny fer í e-ð hverfi til að lemja mann systur sinnar. Í sumum skotunum sést greinilega að James Caan snertir hann ekkert og er reyndar langt frá með höndina þegar hann slær manninn. Það seinna er þegar Sonny er drepinn, úff. Fyrst er hann skotinn svona 20 sinnum eða ekki oftar inni í bílnum sínum og eftir það nær hann að koma sér út úr bílnum og stendur í fæturnar í svona 6 sekúndur á meðan hann er skotinn mun fleiri skotum. Á meðan skothríðinni stendur yfir kippist hann allur til og nær samt að standa í fæturnar. Ég hló pínu þegar ég sá þetta atriði og ég trúi því varla að Coppola ætlaði að gera þetta fyndið. James Caan lék alls ekki illa í þessari mynd en þessari tökur er frekar misheppnaðar. Þetta er það sem mér fannst að þessari mynd, annars fannst mér hún frábær.

Tónlistin er líklegast mikilvægast parturinn í myndinni. Hið sögufræga Godfather-stef geri spennuna mun meira og hleypir áhorfandanum meira inn í myndina. Coppola beitir henni skemmtilega og alveg hárréttum tímum í gegnum myndina. Stefið fræga kemur oft á undan atriðum sem sýna eitthvað skelfilegt eins og morð eða e-ð annað. Dæmi um e-ð annað er þegar kvikmyndaleikstórinn vaknar einn morgun með hausinn af verðlaunahestinum sínum í rúminu. Fyrir þá senu er taka af húsinu hans þar sem stefið magnast hægt og rólega. Asskoti flott sena. Annað atriðið sem mér dettur í hug er byrjunaratriðið, inni í skrifstofu Don Corleone. Setur grunninn að restinni af myndinni og sýnir áhorfendum hvað koma skal. Annars er þessi mynd “overflowing” af flottum atriðum.

Einn af þeim hlutum sem gera þessa mynd að meistaraverki, og það frekar stór hlutur, eru leikararnir. Ég man ekki eftir neinum leikara sem mér fannst standa sig illa í myndinni en þeir leikarar sem stóðu sig frábærlega voru nokkrir.

Mig mundi gruna að hver sem hefur séð þessa/r mynd/ir hljóti að hugsa um Marlon Brando þegar þau heyra orðið godfather (eða kannski Al Pacino). Árið 1999 gaf Ameríska Kikmyndastofnuni (the American Film Institute) út list með 50 bestu leikurum allra tíma. Marlon Brando er í fjórða sæti á þessum lista (sem segir margt) en enginn annar en Humphrey Bogart, sem við sáum öll í Casablanca, trónir á toppnum á þessum lista. Marlon Brando er algjör snillingur. Það er ekki hægt að setja út á leikinn hjá honum í þessari mynd. Hann hefur hlotið fullt af verðlaunum, þar á meðal Óskarsverðlaun fyrir leik sinn sem Don Vito Corleone í The Godfather. Hérna er upptaka af verðlaunarefhendingunni, frekar sérstakt.

Þetta mynband hér útskýrir kannski af hverju hann gerði þetta., viðtal við Marlon Brando árið 1973 (The Dick Cavett Show). Djöfull er hann svalur í þessu myndbandi.

Al Pacino var líka flottur í The Godfather. Kemur alltaf meira og meira inn í myndina þegar hann fer að taka meiri þátt í fjölskylduiðnaðinum. Mér finnst skrítið að hann sé ekki á þessum lista á meðan Emily Watson og James Woods eru á honum. Allavega þá sýnir þessir frábæri leikari góða takta í þessari mynd og ég býst við því að hann sé góður í hinum tveimur.

Aðrir góðir leikarar sem ég hef séð í öðrum myndum voru t.d. James Caan, Robert Duvall (frábær leikur hjá honum) og Diane Keaton. Ekkert sem á sá sem truflaði mig nema atriðin sem ég taldi upp hér fyrir ofan.

Þá alla sem ég hef spurt hvað þeim finnst um The Godfather hafa allir svarað, sem hafa séð hana, að hún sé meirháttar mynd eða e-ju í þá áttina. Eftir að ég horfði á þessa mynd voru við pabbi að tala um hana.Við vorum sammála að hún væri ekki nógu raunvöruleg og hann benti mér á aðra mynd sem væri jafn góð ef ekki betri, The Untouchables (1959). Hún gerist víst á svipuðum tíma en, að hans mati, raunvörulegri. Ætli maður horfi ekki á hana um jólin..