Monday, November 30, 2009

Some like it hot

Við horfðum á Some like it hot (1959) um daginn í kvikmyndatímanum. Mér fannst þessi mynd nokkuð góð, minnti mig á mynd sem ég horfði oft á þegar ég var lítill pjakkur, Blazing Saddles (1974) með Mel Brooks og félögum. Veit ekki alveg af hverju því þessar myndir eru eiginlega ekkert líkar. Það hlaut að vera samstarf Jerry(Daphne) og Joe(Josephine) sem minnti mig á þá Jim og Bart. Allavega, þá fannst mér þessi mynd fyndin og skemmtileg, ein af fimm myndum í þessum kvikmyndatímum sem ég hef haft gaman að en hinar fjórar voru Cats of Mirikitani, Casablanca, Chinatown og Citizen Kane.

-

Þessi mynd var leikstýrð af Billy Wilder sem ég kannast ekki alveg nógu mikið við. Þetta er svart/hvít mynd með skemmtilegum söguþræði en ég held ég þurfi ekkert að fara nánar í hann því þeir sem eru mögulegir að lesa þetta blogg hafa séð myndina. Aðalleikarar myndarinnar voru þau Marilyn Monroe(Sugar Kane), Tony Curtis(Joe/Josephine) og Jack Lemmon(Jerry/Daphne). Þau stóðu sig öll með prýði. Monroe með sína kynþokkafullu takta hér og þar en mér finnst merkilegt að sjá hvernig staðlaða formið á flottum líkama hefur breyst frá 1960 til dagsins í dag, sérstaklega hjá kvenmönnum. Monroe var ein flottasta kona síns tíma, allar vildi vera eins og hún en nú snýst það bara um að vera eins grönn og hægt er og með sílíkon. Sjálfur mundi ég velja konu á við Monroe en það er bara ég. Þeir Tony og Jack stóði sig einnig vel og náðu vel saman. Þeir voru “flottir” sem konur en það var ótrúlegt hvað Jack, þegar hann var í gervi sem Daphne, var líkur Jókernum úr Batman þegar hann brosti.

-

Það var eitt sem ég tók strax eftir við þessa mynd, að hún var enn fyndin. Það gerist með nokkrar myndir(gott dæmi Blazing Saddles) að þær verða ófyndnari með tímanum en þessi hélt dampi allan tíman. Ég skemmti mér vel yfir henni. Það voru nokkur flott(skemmtileg er kannski betra orð yfir það, veit ekki alveg) atrið í þessari mynd. T.d. atriðið þegar allar stelpurnar hittast í lestarbásnum hennar Daphne um kvöldið og atriðið með Sugar og Junior(Joe) á bátnum. Fyrra atriðið var fyndið, mikið að gerast inn í rammanum, allt á iðið og þær birtast allar bara allt í einu og hverfa jafn fljótt. Seinna atriðið og aðdragandi að því voru flottar senur. Joe á hjóli að keppast við komast fyrr en Sugar að bátnum og þau saman á bátnum, eiga saman heita kvöldstund. Eitt sem er alveg ómissandi í eldri grínmyndir, og vantar ekki í þessa, er eltingaleikur þar sem vondu kallarnir eru að reyna ná söguhetjunum en þær ná alltaf rétt að sleppa á ótrúlegan hátt þar sem vondu kallarnir eru sýndir sem nautheimsk vöðvatröll og láta gabba sig hvað eftir annað. Alveg fyrirsjánlegt en samt gaman að þessu, ég hlóg að minnsta kosti.

-

Tónlistin í myndinni er ekkert framúrskarandi, rétt eins og myndin sjálf. Hún er bara þarna til staðar en mér finnst tónlist ekki skipta jafn miklu máli í grínmyndum eins og í hasar- og spennumyndum. Það er nokkuð um frekar langar tökur sem gera myndina enn skemmtilegri en það er eitthvað sem vantar í nýlegar myndir. Mér finnst það gefa atriðinu meira líf og meiri trúverðlugleika að hafa það lengra, án þess að klippa ótal skot frá ótal stöðum inn á milli. Mér finnst líka fyndið við þessa mynd hvað Jack og Tony eru ekkert líkir konum í gervunum sínum en samt trúa allir því að þeir eru konur. Það er bara einn af mörgum hlutum sem gera þessa mynd svona skemmtilega.

-

Þessari mynd er hægt að lýsa í nokkrum orðum: Fyndin gamanmynd sem stendur tímans tönn. Ég vil enda þessa færslu á stutt broti úr myndinni, þegar rútan kemur upp að hótelinu og kallinn reynir við Daphne, fyndið atrið og það sést í því hversi lík hún er Jókernum, ekki endilega besta senan til að sýna það en takið eftir því.



1 comment: