Hvar á maður að byrja með að lýsa þessari mynd. Flottur söguþráður, margar skemmtilegar tökur, auðvitað klikkað svöl tónlist og margt fleira sem gerir þessa mynd að meistaraverki.
Coppola og Puzo gerðu handritið að myndinni í sameiningu. Sögusviðið er mjög flott og sýnir vel stemminguna í myndinnni. Myndin gerist líklega á árunum 1950-1960, þegar glæpastarfsemi var enn mikil í Bandaríkjunum og löggan var að einhverju leiti spillt. Það er eitt sem truflar mig við þessa mynd og ég ætla að koma með það strax. Þó að myndin gerist á þessum tíma þá hljóta að vera einhverjar löggur sem eru ekki spilltar, er það ekki? Það er alveg ótrúlegt hvað mennirnar komast upp með mörg morð. Mér finnst þessi þáttur gera myndina óraunvörulegri og verri fyrir vikið en hún er samt það góð að það skiptir litlu máli.
Reyndar finnst mér tvennt annað illa gert við þessa mynd. Í tveimur atriðum, í þeim báðum er James Caan, e.þ.s. Sonny, í sviðsljósinu, er leikurinn eða hugmyndin bakvið atriðið ekki nógu góð. Það fyrra er þegar Sonny fer í e-ð hverfi til að lemja mann systur sinnar. Í sumum skotunum sést greinilega að James Caan snertir hann ekkert og er reyndar langt frá með höndina þegar hann slær manninn. Það seinna er þegar Sonny er drepinn, úff. Fyrst er hann skotinn svona 20 sinnum eða ekki oftar inni í bílnum sínum og eftir það nær hann að koma sér út úr bílnum og stendur í fæturnar í svona 6 sekúndur á meðan hann er skotinn mun fleiri skotum. Á meðan skothríðinni stendur yfir kippist hann allur til og nær samt að standa í fæturnar. Ég hló pínu þegar ég sá þetta atriði og ég trúi því varla að Coppola ætlaði að gera þetta fyndið. James Caan lék alls ekki illa í þessari mynd en þessari tökur er frekar misheppnaðar. Þetta er það sem mér fannst að þessari mynd, annars fannst mér hún frábær.
Tónlistin er líklegast mikilvægast parturinn í myndinni. Hið sögufræga Godfather-stef geri spennuna mun meira og hleypir áhorfandanum meira inn í myndina. Coppola beitir henni skemmtilega og alveg hárréttum tímum í gegnum myndina. Stefið fræga kemur oft á undan atriðum sem sýna eitthvað skelfilegt eins og morð eða e-ð annað. Dæmi um e-ð annað er þegar kvikmyndaleikstórinn vaknar einn morgun með hausinn af verðlaunahestinum sínum í rúminu. Fyrir þá senu er taka af húsinu hans þar sem stefið magnast hægt og rólega. Asskoti flott sena. Annað atriðið sem mér dettur í hug er byrjunaratriðið, inni í skrifstofu Don Corleone. Setur grunninn að restinni af myndinni og sýnir áhorfendum hvað koma skal. Annars er þessi mynd “overflowing” af flottum atriðum.
Einn af þeim hlutum sem gera þessa mynd að meistaraverki, og það frekar stór hlutur, eru leikararnir. Ég man ekki eftir neinum leikara sem mér fannst standa sig illa í myndinni en þeir leikarar sem stóðu sig frábærlega voru nokkrir.
Mig mundi gruna að hver sem hefur séð þessa/r mynd/ir hljóti að hugsa um Marlon Brando þegar þau heyra orðið godfather (eða kannski Al Pacino). Árið 1999 gaf Ameríska Kikmyndastofnuni (the American Film Institute) út list með 50 bestu leikurum allra tíma. Marlon Brando er í fjórða sæti á þessum lista (sem segir margt) en enginn annar en Humphrey Bogart, sem við sáum öll í Casablanca, trónir á toppnum á þessum lista. Marlon Brando er algjör snillingur. Það er ekki hægt að setja út á leikinn hjá honum í þessari mynd. Hann hefur hlotið fullt af verðlaunum, þar á meðal Óskarsverðlaun fyrir leik sinn sem Don Vito Corleone í The Godfather. Hérna er upptaka af verðlaunarefhendingunni, frekar sérstakt.
Þetta mynband hér útskýrir kannski af hverju hann gerði þetta., viðtal við Marlon Brando árið 1973 (The Dick Cavett Show). Djöfull er hann svalur í þessu myndbandi.
Al Pacino var líka flottur í The Godfather. Kemur alltaf meira og meira inn í myndina þegar hann fer að taka meiri þátt í fjölskylduiðnaðinum. Mér finnst skrítið að hann sé ekki á þessum lista á meðan Emily Watson og James Woods eru á honum. Allavega þá sýnir þessir frábæri leikari góða takta í þessari mynd og ég býst við því að hann sé góður í hinum tveimur.
Aðrir góðir leikarar sem ég hef séð í öðrum myndum voru t.d. James Caan, Robert Duvall (frábær leikur hjá honum) og Diane Keaton. Ekkert sem á sá sem truflaði mig nema atriðin sem ég taldi upp hér fyrir ofan.
Þá alla sem ég hef spurt hvað þeim finnst um The Godfather hafa allir svarað, sem hafa séð hana, að hún sé meirháttar mynd eða e-ju í þá áttina. Eftir að ég horfði á þessa mynd voru við pabbi að tala um hana.Við vorum sammála að hún væri ekki nógu raunvöruleg og hann benti mér á aðra mynd sem væri jafn góð ef ekki betri, The Untouchables (1959). Hún gerist víst á svipuðum tíma en, að hans mati, raunvörulegri. Ætli maður horfi ekki á hana um jólin..
Mjög góð færsla. 10 stig.
ReplyDeleteÞað er mörg tæknileg smáatriði sem gera þessa mynd flotta.
Framleiðandinn var næstum búinn að henda tónlistinni í Godfather vegna þess að honum fannst hún ekki nógu kraftmikil í hestshausasenunni, en þá bjargaði hljóðblandarinn málunum með því að spila stefið tvisvar yfir þessu atriði, fyrst byrjar það venjulega, en svo byrjar það aftur yfir það sem var þegar í gangi, og áreksturinn milli stefanna tveggja skapar nógu mikinn kraft til þess að bjarga senunni.
Hvernig Marlon Brando er lýstur í myndinni er líka snilldarlegt touch. Hann er næstum alltaf lýstur ofan frá, og fyrir vikið eru alltaf miklir skuggar í kringum augun á honum - stundum sér maður varla augun á honum. Og fyrir vikið verður hann dularfyllri og meira ógnandi.
Varðandi Untouchables, þá finnst mér líklegra að pabbi þinn sé að tala um bíómyndina frá 1987 með Robert de Niro og Kevin Costner í aðalhlutverkum. Hún gerist í Chicago á bannárunum (ca. 1920-1930), og fjallar um baráttu FBI við Al Capone. Hún er mjög góð, en ég verð nú að játa að mér finnst Godfather betri. Raunar finnst mörgum Godfather II betri, hún er soldið flóknari og stekkur meira til og frá í tíma.
Coppola hefur gert margar góðar myndir, en líka nokkrar miðlungsmyndir. Frægust fyrir utan Godfather er Apocalypse Now. Þar fyrir utan eru The Conversation og Rumble Fish ansi góðar, auk þess sem ég hef alltaf haft gaman af Peggy Sue Got Married.
Já ok. Hlaut að vera varðandi the Untouchables, fannst þetta eitthvað skrítið. En já ég gleymdi alveg að minnast á Apocalypse Now, ótrúlega góð mynd.
ReplyDelete