Thursday, October 29, 2009

Við áttum að horfa á kvikmynd og lesa handritið ekki fyrir svo löngu síðan. Ég gerði það nú á réttum tíma en nennti ekki að blogga um það þá en betra er gera það seint en aldrei.

Ég horfði á myndina 28 weeks later, eina myndin inn á tölvunni minni sem ég átti eftir að sjá. Hún kom út árið 2007 og er framhaldsmynd 28 days later. Maðurinn sem leikstýrði myndinni heitir Juan Carlos Fresnadillo, ekki sá sami og leikstýrði 28 days later. Hann heitir Danny Boyle. Myndin sjálf fékk ágætar viðtökur þegar hún kom í kvikmyndahúsin enda margir flottir hlutir í henni. Mér fannst hún alveg ágæt en reyndar ekki jafn góð og sú fyrri. Ég fann aðeins eitt handrit af myndinni á netinu og það handrit var víst ekki endanlega handritið. Söguþráðurinn í handritinu var aðeins öðruvísi en í myndinni. Þrátt fyrir það þá kláraði ég myndina og handritið.

Ég verð að henda nokkrum spoilerum inn á milli, bara svo þið vitið.

Ég horfði á sirka 10 mínútur af myndinni og las svo handritið aðeins lengra en ég var kominn í myndinni. Ég gerði þetta nokkrum sinnum en þegar 30-40 mínútur voru liðnar af myndinni þá tók handritið allt aðra beygju. Plottið í 28 weeks later er að þessi vírus kemur aftur upp á milli manna og handritið sem ég las var ekki sammála myndinni hvernig það gerðist. Í myndinni fóru krakkarnir inn í hluta af London sem var rautt svæði, bann svæði. Í handritinu gera þau það líka. Á þessu svæði finna þau mömmu sína sem þau héldu að væri dáin en hún var víst sýkt af vírusinum en hann hafði engin áhrif á hana, hún var sem sagt ónæm (eitthvað að gera með það að hún var með mismunandi auganlit, annað blátt og hitt rauðbrúnt, en sonur hennar var einmitt þannig líka svo hann var einnig ónæmur fyrir vírusinum). Hún er svo tekin aftur í græna svæði í London og rannsökuð. Út frá henni breiðist svo vírusinn aftur út og gerir næstum alla þá sem lifa á græna svæðina að morðóðum brjálæðingum. Hins vegar stóð í handritinu að krakkarnir voru í yfirgefnu sædýrasafni og fundu lík af strák sem bar vírusinn. Líkið var í góðu ástandi og þess vegna tóku tilraunamenn líkið með sér á græna svæðið og gerðu einhverjar rannsóknir. Þar varð eitthvað óhapp og vírusinn breiddust út þaðan. Eftir það var myndin ekkert sérlega í samræmi við handritið en samt voru nokkur atrið og samtöl sem voru eins.

Þótt að handritið og myndin voru ekki alveg í takti var þetta verkefni ekki svo slæmt. Við að gera þetta kynnist maður betur handritagerð og skrifum á samtölum og síku. Eitt líka sem Þorsteinn Gunnar Bjarnason, leikstóri og handristhöfundur íslensku myndarinnar Jóhannes, sagði var að íslenskir handritshöfundar falla oft í þá gryfju að gera samtöl í handritum að of miklu ritmáli. Annars fékk maður annað sjónarhorn að horfa á myndina og lesa síðan um atvikið sjálft. Ég sá atriðið alveg fyrir mér og einnig hvernig ég gæti breytt því. Tekið skot frá öðrum sjónarhornum og slíku. Síðan þegar handritið var ekki í samræmi við myndina þá ímyndaði ég mér hvernig atriðin væru. Morðóðir brjálæðingar að elta óbreytta borgara á meðan leyniskyttur á húsþökum fyrir ofan væru að skjóta á alla sem hreyfðust fyrir neðan. Ég ákvað ekki að horfa á aðra mynd og lesa annað handrit því ég lærði af þessu....og ég hreinlega nennti því ekki.



Nú ætla ég að fjalla um sjálfa myndina aðeins betur og segja það sem mér fannst. Þessi mynd fjallar um stjórn Bandaríkjanna og bandaríski herinn ná alltaf að klúðra málunum, eða svona næstum því. Myndin gerist í Englandi. Byrjunaratriðið er rosalegt, eltingaleikur og mikill hasar. Don, leikinn af Robert Carlyle, sleppur einn af 7 mönnum frá fólki sýkt af vírusinum. Á meðal þeirra sem deyja í byrjun var konan hans, eða svo er gefið í skyn. Síðan er spólað áfram. 28 vikur hafa liðið síðan að fyrstu fréttir um vírusinn bárust um heiminn. Bandaríkin voru fyrst til að koma til Englands aftur og rannsaka aðstæður. Myndin fylgir Don og tveimur krökkunum hans, þeim Andy, Mackintosh Muggleton, og Tammy, Imogen Poots. Þau eiga heima á græna svæðinu í London, svæði sem er laust frá vírusinum. Þegar krakkarnir ferðast án leyfis út í rauða svæðið af London þá finna þau mömmu sína á lífi. Þegar hún er flutt aftur í græna svæðið komast vísindamenn að því að hún gengur með vírusinn en sýnir engin viðbrögð, eins konar hýsill. Þegar maður hennar kemst að því hún er á lífi fer hann til hennar og kyssir hana. Þannig smitast hann, drepur hana og fer svo og bítur aðra og þeir verða brjálaðir sem ráðast á fleiri og fleiri og fleiri og….. Það endar þannig að sjórnvöldin yfir græna svæðina missa öll tök, hörfa og reyna að stöðva útbreiðslu á vírusinum. Myndin endar þannig að pabbi krakkanna ræðst á strákinn sem verður sýktur en hann, eins og mamma sín, sínir engin einkenni. Þeim er síðan bjargað og flutt yfir á meginland Evrópu. Alveg í lokin er sýnt atriði sem gefur til kynna að vírusinn er kominn í Evrópu, nánar tiltekið París. Þetta á víst að leggja grunninn að framhaldi…28 months later.

Mér fannst myndin alveg ágæt, ekkert meistarastykkir og ekkert heldur léleg. Nokkr mjög flott atriði í henni og fínn leikur hjá flestum, enginn áberandi góður neitt. Reyndar fannst mér krakkarnir tveir, Tammy og Andy, ekkert sérlega góð. Lélegust að mínu mati. Tónlistin var magnþrungin og dramatísk, eitt það besta við þessa mynd.

Ég hef nú ekkert mikið annað að segja um þessa mynd nema það hún var fyrirsjáanleg. Maður áttaði sig eiginlega strax á því hvernig plottið væri og síðan sit ég stórt spurningamerki við nokkur atriði. Eins og: af hverju var allt fólkið læst inni fyrir neðan einhverja byggingu, læst öllum hurðum nema einum þannig að Dan, sem var sýktur, gat gengið inn og fengið M-m-m-monster kill á einni mínútu. Síðan var fullt fleiri sem ég man ekki alveg eftir, fullt sem “meikaði ekkert sens”.

Fín mynd, ekkert meira en það.

1 comment:

  1. Skil vel að þú hafir ekki viljað taka annan svona pakka, enda tímafrekt.

    Fín færsla. 8 stig.

    ReplyDelete