Wednesday, September 30, 2009

RIFF 1

Hér ætla ég að fjalla aðeins um Another Planet, For the Love of Movies og One flew over the Cukoo's Nest. Þetta voru 3 af fyrstu fjórum myndunum sem ég fór á. Sú fjórða var Prodigal Sons en ég ákvað að skrifa ekki um hana í þessari færslu. Það kemur bara í ljós hvort ég mun gera það seinna eður ei.


Another Planet (2008)

Þetta var fyrsta myndin sem ég sá á hátiðinni. Ég las um hana í bæklingnum, okkur félögunum leist vel á hana og skelltum okkur á hana. Þetta var ein af þessum myndum sem hafa þann tilgang að sýna hvernig börn annars staðar í heiminum hafa það, þá sérstaklega þróunarlöndum Afríku og Suður-Ameríku þar sem er mikil fátækt. Eftir þessa mynd var maður meðvitaður um líf þeirra barna, hversu erfitt það er....við megum ekki gleyma þessum hluta jarðarninnar. Allavega fékk ég þau skilaboð frá krökkunum, öllum nema þeim fyrsta. En áður ég byrja að tala um það þá ætla ég að segja örlítið frá myndinni.


Þetta er heimildarmynd þar sem fylgt er 7 mismunandi börnum frá mismunandi löndum í nokkurn tíma. Þeir segja frá daglegu lífi sínu og hversu erfitt þetta allt er, áhorfandinn skynjar það, allavega hjá flestum börnunum. Ein stelpa býr í fátækrahverfi og vinnur við það að tína plast og ál á ruslahaugum allan liðlangan daginn til að hún og fjölskyldan hennar geta borðað um kvöldið. Hún er 9 ára. Önnur stelpa lifir við það að selja sig. Hún segir sögu sína hvernig hún komst í þennan bransa(aðeins 8 ára) og fleira. Hún er 14-15 ára. Svo er strákur á svipuðum aldri og litli bróðir minn, 12 ára. Hann er í skæruliðaher og heldur á byssu eins og ekkert sé. Mér fannst spjallið viðtalið við hann frekar truflandi og óhugnalegt. Hann var að segja frá því að stundum gæti hann ekki sofnað á næturna vegna andlita sem hann sá fyrir sér af mönnum sem hann hafði drepið. Annars voru þetta allt átkamikil viðtöl við þessa krakka, eða áttu að vera það en það var eitthvað sem vantaði. Þó svo að þetta hafi verið ágætis mynd vantaði stundum trúverðuleikan í hana, að mínu mati. Síðan var ég ekki alveg viss hvað leikstjórinn Ferenc Moldoványi var að hugsa með að setja tvo krakka inn í þessa mynd, stúlkuna í byrjun og krakkan sem burstaði skóna. Við fengum ósköp lítið að vita um stúlkuna í byrjun nema það að þegar hún var lítil var hún næstum búin að tína sálinni sinni í stóra á(skv. þeirra trúarbrögðum) og var núna að leika sér hjá ánni. Mér fannst hún ekki alveg passa inn í stemmingu myndarinnar en kannski átti hún bara að vera brot frá “söguþræðinum” eða eitthvað. Síðan var einn krakki sem er sýndur í myndinni vera að bursta skó fyrir peninga og að klappa dúfum. Þessi litli strákur, líklegast frá Suður-Ameríku, gekk um á torgi og burstaði skó þeirra sem vildu. Hann segir ekkert í myndinni nema talar við sig sjálfan og raular. Hver var hugsunin bakvið það? Ég sé frekar eftir því að hafa ekki farið að tala við þenna leikstjóra varðandi þetta og fleira.


Annars fannst mér þessi mynd í heildina séð ágæt, ekki góð heldur ágæt. Það var eitthvað sem vantaði við þessa mynd. Trúverðugleika stundum og eitthvað fleira. Þyrfti eiginlega að horfa á hana aftur til að vita nákvmlega það sem mér fannst vanta við hana en ég veit ekki hvort ég mun gera það.



For the love of movies: The story of American Film Criticism (2009)

Hér kemur trailerinn:


Þessi heimildarmynd var gerð af fyrrverandi gagnrýnanda og fyrsta myndin hans. Þessi maður heitir Gerald Peary en hann er með sína eigin HEIMASÍÐU. Hún er stútfull af gagnrýnum, viðtölum og fleiru sem tengist kvikmyndum. Eins og titillinn segir til um fjallar hún um sögu kvikmyndagagnrýna í Bandaríkjunum. Þetta var afar fróðleg mynd. Ég lærði eitthvað af henni eins og hvað mismunandi fólki finnst gott að gera þegar það á að gagnrýna nýjar myndir, hvernig kvikmyndagagnrýni hafa breyst úr flottum og vönduðum pistlum í blöðum yfir í netfærslur þar sem bloggarar geta skrifað hvað sem þeim dettur í hug og fleira. Þegar við vorum að horfa á myndina var leikstjórinn með í salnum en hún var sýnd í fínum fundarsal í sama húsi og Þjóðminjarsafn Íslands er nú til staðar. Eftir myndina var svo umræða um myndina þar sem leikstjórinn talaði um myndina, svaraði spurningum þriggja íslenskra kvikmyndagagnrýnenda og svo kom salurinn seinna meira og meira inn í umræðurnar. Spurningarnar voru um myndina en einnig um þróun kvikmyndagagnrýna. Myndin sjálf varpar eiginlega fram spurningu í lokin þar sem áhorfandinn pælir í hvernig þetta listform ef svo má kalla verður eftir nokkur ár. Með árunum og betri tækni hafa fleirum og fleirum gagnrýnendum verið sagt upp, líklega vegna áhugaleysis, fjárhagsvandamála eða eitthvað. Eftir að netið kom til sögunnar hafa fleiri og fleiri einstaklingar stofnað sínar eigin heimasíður tileinkaðar kvikmyndum. Þetta er þróunin í dag en stóra spuringin er hvort það verða einhverjir gagnrýnendur eftir í blöðunum eftir 10-20 ár. Gott dæmi um þessa þróun er borgin Honk Kong (mig minnir að Peary hafi sagt Hong Kong). Í henni eru mörg hundruð gagnrýnanda og mörg hunrduð blað(dagblaða, vikublaða, mánaðarblaða og fl.) en aðeins tveir kvikmyndagagnr. eru með fast starf hjá dagblöðum við það að skrifa gangrýni á nýjum kvikmyndum (þá segir salurinn: VOOOÓ).


Ég veit ekkert hvað ég á að segja meira um þessa mynd nema hún var fræðandi. Mér fannst hún ekki skemmtileg og örugglega leiðilegasta myndin sem ég fór á á meðan RIFF stóð en hún var ekkert svo slæm. Ég mæli ekkert hrikalega mikið með henni en þeir sem hafa virkilega gaman af heimildarmyndum um kvikmyndagagnrýni(eins og þær eru margar í heiminum) þá endilega skellið ykkur á hana. Nema hún er ekki sýnd lengur hérna á Íslandi svo eina leiðin til að ná í hana væri í gegnum netið......sem er ólöglegt.....sem er slæmt.....eins og myndin. Nei nei, hún var fín. Búið.



One Flew over the Cuckoo's Nest (1975)

Þessa mynd þekkja nú flestir og þarf varla að kynna. Eftir snillinginn Milos Forman. Ég hafði aldrei séð þessi mynd áður svo þetta var fyrsta sinn sem ég sá hana og ekki við leiðinlegar aðstæður. Troðfullur salur sem lifði sig inn í myndina. Frábær upplifun. Fólk fór að klappa í nokkrum atriðum eins og þegar indjáninn treður körfuboltanum ofan í körfuna í leiknum gegn vörðunum. Salurinn var eiginlega hlæjandi alla þá senu. Ég veit ekki hvað það var; andrúmsloftið, sú staðreynd að hún var sýnd á filmu (MJÖG flott). Eitthvað var það sem gerði þessa frábæru mynd enn betri með því að horfa á hana þar. Ég held ég sé 100% viss um að þessi sýning sé sú besta sem ég hef farið á í bíó. Ekki endilega besta mynd en hún kemst öruggt á topp 10 listann minn.


Leikurinn var einstaklega góður. Jack Nicholson sem McMurphy, sérstök persóna sem á engan veginn heima á geiðveikrahæli (sem og nokkrir þarna inni), Brad Douriff (betur þekktur sem Grímur Ormshali fyrir LotR aðdáendur) lék unga strákinn Billu Bibbit frábærlega, Danny DeVito átti einstaklega góðan leik sem barnalegi og hláturmildi Martini en ekki má gleyma Louise Fletcher sem lék Ratched hjúkrunarkonu af mikilli yfirvegun. Eftir myndina þá kom Milos Forman og opnað var fyrir spurningar. Einhver úr salnum spurði af hverju hann hafði valið Louise Fletcher til að leika Ratched og hans svar var að hún var ekki hans fyrsti valkostur en sá besti. Hann ætlaði að hafa hjúkrunarkonuna sem pínu grimma og úrilla konu en hún var frekar blíð og yfirveguð en samt á sama tíma stjórnaði öll eins og einvaldur með verðina sér við hlið. Það er erfitt að hrósa einhverjum einum leikara fyrir sinn leik í þessari mynd því það stóðu sig allir virkilega vel.


Það voru nokkur skot í myndinn sem tók eftir og mér fannst virkilega flott. Eins og flest atriðin þegar sjúklingarnir sátu í boga í kringum hjúkrunarkonuna, sérstaklega í fyrsta skipti þegar McMurphy sat bara hjá og hlóg af öllu saman. Annað virkilega flott atriði er þegar þeir eru að spila BlackJack í fyrsta skipti. Martini alltaf að segja “hit me” og hinir spurjandi spurninga um leikinn. McMurphy fær nóg, stendur upp og segir einhverja setningu:”It´s like I’m playing with lunatics..”. Auk fleirri atriða fannst mér eitt close-up mjög áhrifaríkt. Þegar Billy fer inn í herbergi með Candy, stelpunni hans McMurphy , kemur langt skot af McMurphy og svipbrigðin hans, ekki reiður en samt ekki glaður, líkegast fullur en það var samt ekki það. Klippan var í svona 15 sek og ég hætti ekki að hugsa um þetta fyrir en ég kom heim eftir myndina.


Þessi sögurþáður er örðuvísi og skemmtilegur. Myndin er byggð á bókinni, One Flew over the Cuckoo's Nest, en hún segir frá atburðarásinni út frá sjónarhorni indjánans. Höfundur bókarinnar var Ken Kesey. Að sögn Milos Forman vildi Kesey eiga svo mikin þátt í myndinni að han vildi gera handritið og leikstýra henni en ekki varð úr því. Milos sagði að handritið hafi verið flott en ómögulegt til að grípa á filmu.


Tónlistin var góð en í raun tók ég ekki mikið eftir henni því ég var sokkinn inn í myndina allan tímann. Enn og aftur þá segi ég að þessi mynd er án efa komin inn á topp 10 listann minn og mæli hiklaust með henni. Ef þú ert búinn að sjá hana þá horfir þú aftur á hana, það ætla ég að gera.

1 comment: