Hér kemur smá færsla um myndirnar sem ég sá á RIFF. Betri umfjöllun um flestar myndirnar kemur síðar.
Ég sá alls 8 myndir á RIFF og þær voru; Another Planet, For the Love of Movies: The Story of American Film Criticism, Prodigal Sons, One Flew over the Cuckoo's Nest, Red Race, Antichrist, Død Snø, Dogtooth og Stingray Sam.
Ég skemmti mér mest á síðustu þremur myndunum og One Flew over the Cuckoo's Nest. Mér fannst Another Planet, Prodigal Sons og Red Race allar á svipuð plani og For the Love of Movies:… var fræðandi en alls ekki skemmtileg, ef satt skal segja þá fór hún bara alveg með mig. Síðan veit ég ekki hvað mér fannst um Antichrist, hvort var hún góð eða slæm?
Allavega þá koma umfjallanir um flestar þessar myndir síðar í vikunni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment