Wednesday, September 9, 2009

Topp 5

Fyrsta verkefnið, að skrifa sinn topplista. Ég hef aldrei hugsað út í það áður hvaða myndir mér þykir bestar, hvaða myndir eru topplistanum mínu, en þegar ég fór að hugsa út í þetta komu upp fimm myndir sem sitja hvað mest í mér. Ég hef ekki mikið vit á kvikmyndum né kvikmyndagerð svo það er eflaust fullt af fólki sem er ósammála mér og mínum lista en það verður bara að hafa það. Þessi listi á ef til vill eftir að breytast þegar ég verð búinn með þennan áfanga, það verður spennandi að sjá hvaða mydnir sitja eftir, hvaða myndir koma í staðinn eða hvort listinn eigi eftir að breytast eitthvað yfir höfuð.

Myndirnar á listanum eru í engri sérstakri röð svo sú efsta er ekki endilega í fyrsta sæti, einfaldlega sú fyrsts sem mér datt í hug.


El laberinto del fauno (2006)

Frábær kvikmynd eftir spænsku mælandi leikstjórann Guillermo del Toro. Hún gerist á þeim árum þegar borgarastyrjöldin á Spáni er ný búin, á tímum seinni heimsstyrjaldar. Myndin gerist út í sveit þar sem menn Franco er með bækistöðvar og í skóginum í kringum eru uppreisnarmenn. Það er greinilega alltaf mikil barátta á milli þeirra og sú síðasta er í enda myndarinnar. Aðalpersóna myndarinnar heitir Ofelia og er leikinn af ungri spænskri stúlku að nafni Ivana Baquero. Mér finnst oft mikil áhætta að vera með krakka að leika í myndum en hún gerir þetta mjög vel. Hún var 11-12 ára þegar þessi mynd var tekin upp og miðað við aldur var þetta frábærlega leikið hjá henni. Leikur sitt hlutverk af mikilli einlægð og heldur alltaf saklausa andlitinu. Aðrir leikarar voru góðir og man ég ekki eftir neinum áberandi góðum nema kannski Sergi López sem lék herforingjann á svæðinu. Persónan sem hann lék var ansi brútal og hann lék hana með mikilli príði. Flottasta atriðið hjá honum er þegar hann saumar kinnina sína aftur saman og fær sér svo sopa af viskí, hart.

Söguþráðurinn er flottur, eins konar barnasaga inni í alvarlegri sögu. Innri sagan er um Ofeliu og hvað fáninn Pan lætur hana gera til þess að sanna að hún sé prinsessan Moanna endurfædd, dóttir konungs undirheima. Ytri sagan er umhverfið, það sem er að gerast í kringum litlu stelpuna. Móðir stúlkunnar er ólétt eftir herforingjann og þau flytja til hans í byrjun myndarinnar. Móðir hennar er veik alla myndina og stúlkan reynir að hjálpa henni með leiðsögn frá Pan. Myndin endar með árás frá uppreisnarmönnum og menn Francos eru gjörsigraðir en á meðan árásin stendur yfir þá er Ofelia búin að taka nýfædda bróður sinn inn í völundarhúsið þar sem Pan bíður eftir þeim. Herforinginn kemst að þessu og eltir þau. Hann kemur að þeim og tekur barnið af Ofeliu og drepur hana en þegar hann labbar út úr völundarhúsinu bíða uppreisnarmennirnir hans og drepa hann á hrottafengin hátt.

Guillermo del Toro hefur leikstýrt mörgum myndum, þar á meðal Hell boy, Hell boy II, Blade II og mun leikstýra The Hobbit I og II. Hann er hvað þekktastur fyrir skrímslin eða verurnar í myndunum sínum en El laberinto del fauno og Hell Boy II fengu mörg verðlaun fyrir sviðsmynd og búninga en einn leikari, hann Doug Jones, hefur leikið veru fyrir hann í báðum þessum myndum. Hann lék bæði Pan og skrímslið sem kallast Pale man í El laberinto del fauno og það var sagt að það hafi tekið allt að 10 klst. að koma honum í seinni búninginn.


Princcess Mononoke (Mononoke-hime)(1997)
Myndin var leikstýrð og skrifuð af hinum fræga Japanska leikstjóra Hayao Miyazaki. Ég hef mjög gaman af teiknuðum myndum, anime eins og sumir kalla það, því þar eru engin takmörk. Hvað sem höfundunum/leikstjórunum dettur í hug geta þeir gert. Þessi sérstaka gerð af teiknimyndum heillaði mig alveg upp úr skónum, hvernig þeir teikna smáatriðin í andiltum fólksins, öll þessi smáatriði, allar þessar verur og allar þessar magnþrugnu senur þegar það eru slagsmál eða eitthvað dularfullt að gerast. Ég ætlaði nú ekki að fara mikið meira út í þetta heldur tala meira um myndina. Ég sá fyrst P.M. með ensku tali og síðan með japönsku og enskum texta. Ég veit ekki hvað það er var en myndin breyttist fyrir mér eftir að ég horfði á hana með enskum texta. Það eru ótal mörg flott skot, ef ég má kalla þau skot, í þessari mynd sem grípa mann og magna atriðið svo mikið upp eins og í byrjun þegar eltingaleikurinn er og þegar andi skógarins horfir beint fram að Ashitaka, aðalpersónunni, og það sjást allar línurnar í andlitinu, magnþrungið. Söguþráðurinn grípur mann alveg, sérstaklega með þessu eltingaleik í byrjun. Áhuginn verður mikill eftir örfáar mínútur. Ef ég segi aðeins frá söguþræðinum þá fjallar þessi mynd um strák sem heitir Ashitaka sem býr í þorpi sem á í erfiðleikum. Hann er einn af fáum ungum afkomendum þorpsbúa svo ættbálkurinn er að deyja út. Í þessum heimi eru til dýr sem hafa lifað í mörg ár og geta talað, það mætti segja að þessi dýr séu einhvers konar guðir eða leiðtogar yngri dýranna sem geta ekki talað. Þessi dýr eru tvöfallt eða ekki þrefallt stærri en venjuleg dýr en fyrir mörgum árum, í myndinni, voru til mun fleiri dýr. Það er frekar erfitt að útskýra en þegar þú horfir á myndina skilur þú um leið. Ashitaka verður fyrir því óhappi að komast í snertinu við djöful, sem var eitt sinn villigaltarguð, þegar hann drepur hann. Hann fer því frá þorpinu sínu í leit að anda skógarins í þeim tilgangi að hann lækni hann því sá andi hefur þann mátt að geta veitt líf og tekið það . Á ferð sinni hittir hann úlfaprinsessuna San og úlfafjölskylduna hennar, þar sem mamman er guð og yrðlingarnir hennar eru minni en hún en samt nógu galmir. Einnig hittir hann lafði Aboshi úr Járnborg og eitthvað af íbúum hennar. Því lengra sem líður af myndinni því verra verður sárið eftir djöfulinn, sárið sem er að breyta honum í djöful hægt og rólega. Í myndinni er mikill boðskapur um mengun og hvernig menn eiga að geta lifað í sátt og samlyndi við dýrin og náttúruna en í endan ákveður fólkið að hætta að menga og lifa í friði með náttúrunni.


Hayao Miyazaki er mikill meistari og minn uppáhalds leikstjóri teiknimynda en hann hefur gert heimsfrægar myndir á borð við Spirited away, Nausicaä og Laputa: Castle in the sky en hann er búinn að gera nýja mynd sem heitir Ponyo. Hún kom út á japönsku 2008 en kom út í ágúst 2009 í Bandaríkjunum með ensku tali.



Schindler's List (1993)

Sögutíminn er seinni heimsstyrjöldin og aðalpersónan, Oscar Schindler, er leikinn af Liam Neeson, frábær leikur hjá honum. Þetta er sönn saga um þýskan athafnamann sem ætlar í byrjun að græða ódýru vinnuafli frá Nasistunum, þ.e.a.s. gyðingarnir, en endar með að koma út úr stríðinu og miklu tapi og bjarga rúmlega 1000 gyðingum frá því að vera drepnir í útrýmingabúðum. Þessi mynd sínir það að ekki allir Þjóðverjar voru vondir nasistar á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, að það býr gott í öllum. Í enda myndarinnar er sýnt frá því þegar þeir gyðingar sem voru enn lifandi og afkomendur fóru að gröf Oscars og settu allir hvítan stein á legsteinin hans sem var láréttur. Löng röð af fólki sem heiðraði minningu mannsins sem hafði bjargað lífi þeirra, fallegt atriði og góð myndataka. Annars er myndatakan í myndinni mjög flott. Sum skot er maður alveg orðlaus yfir. Myndin er öll svart/hvít og það koma skot inn á milli þar sem ákveðinn hlutur eða ákveðin fatnaður á persónu er í lit og það oftast er liturinn rauður. Einnig var það tónlistin í myndinni sem hreif mig. Það eru mörg atriði í myndinni sem verða mun flottari bara út af tónlistinni, sérstaklega þegar konurnar fara inn í klefann í Auswitch sem er sturtu- ekki gasklefi. Við svona mynd, þar sem söguþráðurinn grípur þig alveg, er ekki hægt að setja mikið út á. Enginn annar en Steven Spielberg leikstýrði myndinni en hann er virtur maður í kvikmyndabransanum. Hann hefur leikstýrt myndum eins og Saving Private Ryan, öllum fjórum Indiana Jones myndunum og E.T.: The Extra-Terrestrial en allar þessar myndir eru frábærar að mínu mati. Sú fyrsta og síðasta eiga heima á topp 20 listanum mínum.


Gladiator (2000)
Öll höfum við séð myndina um herforingjann í Rómverska hernum á tímum Markúsar Árelíusar. Þegar sonur hans Markúsar, Commodus, kemst að því að faðir hans hafi valið Maximus, herforingjan, til að erfa ríki sitt eftir dauða sinn þá svíkur Commodus föður sinn, drepur hann og dæmir Maximus til dauða en sleppur með naumindum. Commodus lætur drepa fjölskylu hans Maximusar og það endar þannig að Maximus verður að þræl og síðan að skylmingaþræl. Þegar hann hefur lifað af að fara nokkrum sinnum inn á leikvang skylminganna er hann sendur til Rómar ásamt öðrum góðum skylmingaþrælum til að skemmta íbúum Rómar. Þar hittir hann aftur Commodus og eftir nokkur skipti að berjast í Colosseum, þar sem hatrið eitt á Commodus hefur haldið honum á lífi, hefur hann unnið hug og hjörtu íbúa Rómaborgar. Myndin endar svo á þann epíska hátt að Commodus mætir Maximus í hringnum þar sem þeir báðir deyja en aðeins Maximus er borinn burt frá leikvanginum. Hér, eins og í Schindler’s list, spilar tónlistin mikilvægt hlutverk. Þau atriði þar sem ekkert er sagt og það sést hversu flott atriðið er setur tónlistin alltaf punktin yfir I-ið. Mörg atriði eru glæsileg, þar sem kvikmyndatakan er flott og tónlistn í takt við hana, en byrjunar atriðið, bardaginn í Germaníu, eitt af flottustu atriðunum í myndinni. Þegar Rómverjarnir eru að skjóta örvum og eldi á Germanina þá kemur Maximus á meðan fyrir aftan þá, alveg að óvörum, en það er gott dæmi um hvernig leikstjórar lengja tíman í myndum bara til að byggja upp spennu. Leikarar myndarinnar sýna afbragðs tilrþrif í myndinni á má þá nefna Russell Crowe, rapparann Joaquin Phoenix og Djimon Hounsou. Af þessum þremur finnst mér Joaquin sýna besta leik í þessari mynd sem hinn alræmdi Commodus. Hann leikur aumingjalegan keisara sem svíkur og svindlar og gerir það með mikilli innlifun. Frábær leikur hjá honum en Russell var einnig býsna góður.

Leikstjóri myndarinnar, Ridley Scott, hefur leikstýrt örðum frægum myndum eins og Alian, Blade Runner og sú nýjasta Body of Lies en allar hafa þær fengið afbragðs dóma frá gagnrýnundum um allan heim.


The Lord of the Rings: The Two Towers (2006)

Mynd sem var gerð eftir samnefndri bók eftir J.R.R. Tolkien, leikstýrð af Peter Jackson sem auk þess sá um eitthvað af handritsgerð. Þetta er framhalds mynd, eins og flestir vita, og eftir hana kemur síðasta myndin í LotR þríleiknum. Myndin er algjört meistaraverk og sama mætti segja um hinar tvær myndirnar en það sem hún hefur umfram hinar tvær er það hvar við erum stödd í sögunni. Loksins er stríðið um hringinn mikla að byrja. Mikil orrusta fer fram á milli Úrúk-haia og manna og álfa, þar sem álfarnir kom til að aðstoða mennina á ögur stundu. Þrátt fyrir mikla orrustu og flott bardagaatriði er flott saga á meðan þar sem Fróði og Sámur eru leiddir af Gollum í átt að Mordor og þeir Kátur og Pípinn sem sitja á baki Trjáskeggs og ná að koma með entunum að Hjálmsdýpi. Í fyrri myndinni er glæsileg myndataka sem og í hinum myndunum en það flotta við fyrstu myndina er hvernig Peter blekkir áhorfandann með því að stilla persónum fjær og nær linsu þannig þær líta út fyrir að vera stórar og litlar, notar þetta mikið í atriðum með hobbitum, en síðan er hann auðvitað líka með leikara sem eru dvergvaxnir fyrir atriði þar sem sést ekki í andlitið á hobbitanum. En það sem vantar í fyrstu myndina er meira action, allavega í minningunni. Ég gæti verið að skrifa tóma steypa en svona er það bara. Síðan er það sem mér fannst gallinn við síðustu myndina er hvað hún er bara einn stór bardagi, nánast. Það er flott og allt það en ég veit ekki alveg með það. Án efa stærsti plúsinn við þá mynd, að mínu mati, eru allar þessar klikkuðu ræður fyrir bardaga. Besta ræðan, og örugglega á topp 3 listanum mínum yfir bestu ”fyrir bardaga” ræðum, er ræðan sem Þeoden, konungur Rohan, heldur fyrir menn sína fyrir bardagann á móti her Saurons fyrir fram Minas Tirith, hrein og tær hetjuræða. Svipað atriði er í Two Towers, þegar öll von virðist úti, þegar Úrúk-haiarnir eru komnir inn í Hjálmsdýpi og reyn að opna síðasta hliðið á virkinu, kemur Gandalf hinn hvíti með menn Rohans og bjargar deginum. Ég hef sjaldan verið jafn glaður í mynd og þá.

Peter Jackson hefur leikstýrt og unnið við handritsgerð af mörgum örðum myndum en þessi þríleikur gerði hann án efa að heimsfrægum leikstjórnanda. Myndir sem hann hefur unnið við eru jafn margar og þær eru misjafnar og má þar telja King Kong(2005), Braindead(1995) og Bad Taste(1987). Allar afbragðs myndir en Braindead er einmitt ein af mínum uppáhalds myndum, mikill svartur húmor í henni. Þess má til gamans geta að Peter hefur leikið eitthvað hlutverk í flestum þeim myndum sem hann hefur leikstýrt, allavega öllum þeim sem ég hef talið hér upp.

4 comments:

  1. Hey vá! Ég trúi ekki að ég hafi gleymt Pan's Labyrinth þegar ég var að íhuga listann minn. Annars mjög epískur listi, fíla það í tætlur.

    ReplyDelete
  2. Takk maður. Annars voru aðrar myndir sem ég var búinn að pæla mikið í, myndir eins og American Histtory X, Batman: Dark Knight, Spirited Away, Shawshank, Gangs in New York, Saving Privat Ryan og að sjálfsögðu gamli Star Wars þríleikurinn. Allt epískar myndir.

    ReplyDelete
  3. Fínn listi og mjög ítarleg umfjöllun.

    9 stig.

    ReplyDelete
  4. Gaur vel valdar myndir maður! Ég hélt að ég væri sá eini sem héldi mest upp á Twin Towers...

    ReplyDelete