The Cube (1997) SPOILER
Einn daginn vakna sex persónur upp í völundarhúsi sem er einn stór teningur með ótal mörgum herbergjum en öll eru þau jafn stórir teningar. Þessar persónur, lögreglumaður, e-s konar arkitekt, háskólanemi, læknir, flóttasnillingur og vitskertur maður, þekkjast ekki neitt og vita ekkert hvað er að gerast fyrir þau. Smátt saman, með reynslu og dauða flóttasnillingsins, komast þessar persónur að því að einhver herbergjanna eru með gildrum í sem valda oftast dauða. Því lengra sem líður á myndina því meira uppgötva þau um þetta dularfulla völundarhús og um hvort annað t.d. komast þau að því að arkitektinn vann við gerðina á völundarhúsinu.
SPOILER FRAMUNDAN. Háskólaneminn kemst að því að hvert herbergi er með tölum sem gefa til kynna hvort herbergið sem með gildru í og hvar í teningnum það er en það var hængur á. Til þess að lesa úr þessum tölum hvort herbergin væru með gildru eður ei þurfti MIKLA stærðfræðikunnáttu sem neminn var ekki með eeeen sem betur fer var vitskerti maðurinn séní í stærðfræði, þau komust að því þegar neminn var að lesa upp tölurnar. Í sameiningu komast þau að einn af hliðum teningsins er það bíður þeirra ekkert nema myrkur og hátt fall. Þá byrjar löggan hægt og rólega að missa það. Þau reyna að klifra niður hliðina á völundarhúsinu og læknirinn fer fyrst. Sú tilraun endar með því að húnn dettur næstum, löggan rétt grípur í hana. Þakklátur læknirinn horði á ánægða svipinn á löggunni sem breytist yfir í andlit fyllt hatri og reiði. Löggan drepur hana með því að sleppa henni og segir engum frá því. Þau halda þá áfram í leit að útgangi og á leið sinni koma þau í herbergi sem ætti að vera fyrir utan völdunarhúsið. Þau halda leið sinni áfram en á leiðinni uppgötvar neminn að teningurinn er á hreyfingu, þ.e. hvert herbergi er með nokkrar staðsetningar í teningnum og færist á milli þessara staðsetninga. Þá fara neminn, arkitektinn og vitskerti maðurinn í leit að herberginu sem átti að vera fyrir utan völundarhúsið, leiðin út úr teningnum, en í leiðinni eru þau að flýja frá löggunni sem er að missa vitið. Þau komast í herbergið sem er útgönguleiðin og það færist að opinu. Í endann þegar þau er að sleppa út þarf löggan endilega að koma aftur inn í pakkann og eyðileggur næstum allt. Myndin endar með svakalega fyrirsjáanlegu lokaatriði þar sem aðeins vitskerti maðurinn kemst út og öll hin verða eftir í völdunarhúsinu annað hvort dáinn eða að deyja.
Mér fannst myndin afar sérstök og hefði alveg getið verið betri. Myndatakan einkenndist af nærmyndum til að áhorfandinn nái sem flestum svipbrögðum leikara og tónlistin var heldur drungaleg alla myndina. Leikurinn var ekkert sérstakur en allir leikaranir voru óþekktir(allavega þekkti ég engan af þeim) og vottaði í reynsluleysi og skringilegum leik *hóst*löggan*hóst*. Annars voru tveir leikara sem voru áberandi bestir að mínu mati og það var maðurinn sem lék arkitektinn, , og vitskerta manninn, . Þeir stóðu sig með prýði og ég sá miklu minna í þeirra leik sem ég gat sett út á heldur en leika annarra leikara. Þegar ég spurðist um þessa mynd og leitaði af upplýsingum um hana á netinu þá komst ég að svolitlu skemmtilegu. Myndin var næstum öll tekinn upp í einu herbergi sem var búið til og fyrir utan það var hún gerð í tölvu. Þegar leikaranir voru að flakka á milli herbergja var þá alltaf notað sama herbergið aftur og aftur nema einu var breytt, ljósunum fyrir utan. Næsta herbergi var alltaf í örðum lit en herbergið á undan (rautt, grænt, hvítt, blátt..). Sniðug leið til að spara en þessi mynd kostaði ekki neitt miðað við stóru Hollywood-myndirnar. Þetta var eitt af þeim hlutum sem gerðu þessa mynd svona sérstaka. Hún fékk góðar viðtökur á flestum stöðum sem hún var sýnd og ég held að engin mynd hafi grætt hlutfallsleg(kostnaður og gróði) jafn mikið og hún gerði, alveg ótrúlegt. Síðar voru gerðar Cube 2 og 3. Ég hef ekki séð þær en mig grunar að þær fjalli um eitthvað mjög svipað. IMDB gefa þeim lélegar einkunnir en ég veit ekkert meira um þær en það.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR | Berlín – Kaupmannahöfn - Reykjavík (Þjóðmenningarhúsið)
Eins og orðin hér að ofan gefa til kynna er þetta sýningi sem hefur farið um Berlín og þaðan til Kaupmannahafnar og endar í Reykjavík. Það er margt ansi fróðlegt á þessari sýningu. Það er rúmlega 10 stöðvar á sýningunni og á hverri stöð eru smá upplýsingar um ákveðið tímabil eða ákveðnar myndir. Á fjórum af þessum stöðum er hægt að horfa á myndir í fullri lengd og úrvalið er mikið, um það bil 100 myndir. Fínn valkostur en ég held að fáir nenni að horfa á heila mynd í óþægilegum stólum með heyrnatól á sér á safni en það gæti verið að einhverjum líkar það, mér fannst það heldur tilganslaust. Held að þessi hugmynd með kvikmyndirnar hafi virkað betur í Berlín og Kaupmannahöfn, þar eru að minnsta kosti færri sem hafa séð íslenskar myndir. Allavega þá er þessi sýning vel heppnuð en mér finnst furðulegt af hverju það sé búið að auglýsa hana svona lítið. Kannksi á hún ekki við alla, maður veit ekki.
Það sem mér fannst áhugaverðast við þessa sýningu og ætla að skrifa örlítið um var sagan um byrjun kvikmyndagerðar og um tvo frumkvöðla hennar á Íslandi. Hún hófst í byrjun 20. aldar en fyrsta upptaka á Íslandi hét Slökkvuliðsæfing í Reykjavík (1906) og gerðu þeir Peter Petersen og Alfred Lind (Danir) hana. Fyrsta kvikmynd sem var tekin upp hér á Íslandi heitir Saga Borgarættarinnar (Borgslægtens Historie (1919)). Í þeirri mynd voru allir leikara danskir nema einn íslendingur, hann Guðmundur Thorsteinsson. Hann lék persónu sem hét Muggur. Síðan kom fyrsta alíslenska myndin Ævintýri Jóns og Gvendar (1923), sem var reyndar stuttmynd, en hana gerði einn af frumkvöðlum íslenskrar kvikmyndagerðar, Loftur Guðmundsson. Þó svo að Loftur var meira lærður í ljósmyndun heldur en kvikmyndagerð varð hann einn af brautryðjendum í þessum íslenska iðnaði og má nefna dæmi um það að myndin Niðursetningur (1951) eftir hann var eins konar spegill á þjóðfélagsþróun hérlendis en síðan þá hefur það efni verið oft notað í íslenskum kvikmyndum, eiginlega eitt af einkennum í íslenskri kvikmyndagerð. Annar frumkvöðull var Óskar Gíslason en eitt af fryrstu verkum hans var Lýðstofnunin (1944), heimildarmynd sem fjallaði, eins og nafnið gefur til kynna, um stofnun á lýðveldina Íslandi. Þetta var talin ein merkasta heimildarmynd okkar Íslendinga í langan tíma en hennar tilgangur var sýna og fræða landann hvernig þetta hefði allt farið fyrir sig, aðdragandan og einnig til að efla þjóðarstolt. Óskar og Loftur voru afkastamiklir menn en þó voru þeir ekki alltaf sammála. Einhver rígur var á milli þeirra en ekki var sagt mikið frá því á sýningunni. Óskar gerði eina frægustu heimildarmyndum í sögu Íslands en það hafa allir heyrt um Björgunarafrekið við Látrabjarg (1949) hvort sem það er þessi mynd eða hjá grínkóngunum Sigurjóni og Jón Gnarr í Tvíhöfða (samt er myndin ekkert skild því sem Tvíhöfði gerði ..). Hugmynd Óskars var sú að gera leikna heimildarmynd um sannan atburð, þegar 15 mönnum var bjargað hjá Látrabjargi úr erlenda togaranum Dhoon, og sviðsetja björgunarafrekið með togara og leikurum. Loks þegar Óskar kom til Vestfjarðar þá fengu þeir fréttar að togari sem bar nafnið Sargon – CY 853 var búinn að stranda rétt hjá Látrabjargi. Þá greip Óskar tækifærið og fór ásamt tökuliði sínu með björgunarmönnum og myndaði næstum alla björgunina. Þetta gerði myndina bara raunvörulegri fyrir vikið en það þýddi líka að ekki mátti gera mikið af mistökum, þú fékkst bara eitt tækifæri. Auk þess var mikið óveður svo þetta leit mjög vel út. Ég sá lítið brot úr myndinni og þar sýnt hvernig mönnunum var bjargað og það sem mér fannst skrýtið var það að þeim var fyrst gefið sígarettur þegar þeir komu í fjöruna, ekki teppi eða eitthvað slíkt. Annars gerðu þessir menn miklu fleiri myndir sem ég nenni ekki að telja allar upp hér svo ég hvet ykkur að fara á sýninguna í Þjóðmenningarhúsinu ef þið viljið fræðast meira um þá.
Eitt annað fannst mér merkilegat. 1978 var haldin fyrst íslenska kvikmyndahátíðin og það í Reykjavík. Upphafsmaður hennar var Friðrik Þór Friðriksson, kvikmynda-leikstjóri, -gerðarmaður og meistari. Þessi hátíð þótt vel heppnuð og hún ýtti undir íslenska kvimyndagerð og var eiginlega lokaskrefið sem þurfti til að stofna styrktarsjóð fyrir kvikmyndagerð. Sú hugmynd um sérstakan styrktarsjóð kom fyrst upp árið 1975 en varð að raunveruleika 1978. Þá var Íslenski kvikmyndasjóðurinn stofnaður og starfar enn í dag.
Ég get skrifað svo miklu meira um þessa sýningu en ég held að lesandi sé kominn með nóg af upptalningu á upplýsingum um upphaf og sögu íslenskrar kvikmyndagerðar svo ég enda að benda ykkur á slóðir varðandi þetta blogg. HÉR er trailer-inn af Cube og HÉR getið þið skoðað meira um sýninguna.
Mjög fín færsla. Þessi sýning hefur alveg farið framhjá mér. Ætli maður verði ekki að kíkja...
ReplyDelete10 stig.