Myndin byrjar að renna yfir kalda stíðið og einvígið. Síðan hoppar hún yfir til Japans þar sem Bobby er í fangelsi sem er að hans sögn 66. km frá kjarnorkuveri. Hann blótar öllu í sand og ösku og heimtar að vera færður í annað fangelsi sem er fjær kjarnorkuveri. Hann veit að geislunin af óhappi frá kjarnorkuverinu mundi skaða hann. Friðrik fyglir Sæmundi og nokkrum örðum,þ.á.m. konu Fischers, til Japan þar sem Sæmundur berst fyrir því ná Bobby út úr fangelsi og til Íslands. Loks kemst hann til Íslands þar sem honum er tekið eins og guði og Friðrik fylgir honum þangað til hann deyr.
Myndin er ekkert gíflurlega löng né skemmtileg. Hún er lágstemmd og lítið um að gerast í henni. Annað hvort er Bobby bara að tjá reiði sína og Sæmi að róa hann niður með því að tala um eitthvað jákvætt eða það er myndblöndun(montage) með myndum af honum í og örðu fólki og annað fólk að tala um hann í bakgrunn.... pínu dauft(dull)... en er eitthvað hægt að gera skemmtilega mynd um þennan mann?
Hann var auvitað vitskertur að margra mati á sínum eldri árum og má þar nefna gyðingahatrið hans sem t.d. koma í ljós þegar hann kennir gyðingum um hryðjuverkin 11. september 2001. MYNDBAND AF ÞESSU Á YOUTUBE!
Það fyrsta sem hann byrjar að tala um þegar hann losnar úr fangelsinu er hversu mikið hann hatar Bandaríkin og hvernig þeim mun vera refsað í framtíðinni. Hann talar um hvernig BNA samanstendur af vondum einstaklingum við stjórn en það er ekki þeim að kenna því BNA eru í raun ill í eðli sínu sem rækta af sér vondar persónur. Hann talar um margt fleira í myndinni og Sæmi er alltaf að reyna fá hann til að tala um eitthvað jákvæðara eins og hvernig er að vera frjáls, hvernig honum líki Ísland og hvetur hann til að sjá góðu hliðina á málunum sem Bobby oftar en ekki sér EKKI.
(Það mætti segja að ró Sæma hafi jafnað reiði Bobbys út)
Mest alla myndina er hann Bobby mjög reiður og pirraður út í lífið, sér bara eina hlið á öllum málum. Seinna í myndinni byrjar hann að tala um hvað honum langaði alltaf til að verða, leikari. Hann talar um hvað leikarar eru skemmtilegir og opnir en honum líkar ekki við skákmenn. Hann segir, og það næstum orðrétt að þeir eru: “ ..petty, small-minded, angry.......I dislike chess players..”. Þessi orð lýsa nákvæmlega honum sjálfum eða allavega þeirri mynd sem áhorfandi myndarinnar fær af honum, frekar fyndið. Þessi orð eru allavega það sem ég man best úr myndinni.
Sjálf myndin er mjög íslensk, lýsingin, myndatakan, allt saman. Ég veit ekki hvað það er en það er eitthvað svo íslenskt við það. Það er greinilegt að það fór mikil vinna í myndina og það hefur tekið mikinn tíma að ná öllu þessum skotum en samt truflar myndatakan mig mest allan tíman. Ég áttaði mig ekki fyrir en eftir myndina að myndatakan átti alltaf að vera svona sérstök. Hún átti að ýta undir hvað Bobby væri í raun sérstakur og skrítinn kall sem lifði á fornri frægð. Ég tók ekkert mikið eftir tónlistinni heldur var hún ekkert áberandi. Vitölin voru á hinum ýmsu stöðum, t.d. í herbergi, í flugvél og í bíl. Það voru sérstaklega skotin í bílnum sem fóru í taugarnar á mér þegar Bobby er að tala um að eina ástæðan sem honum líkar fullkomlega við Ísland er sú að eyjan er of nálægt Bandaríkjunum. Hann nefnilega heldur því fram að Bandaríkin munu einn daginn verða fyrir árás og kjarnorkusprengjur verða sprengdar þar en hann er hræddur um að geislavirkni frá Bandaríkjunum gæti skaðað hann og allt Ísland. Myndatakan í þessari senu eru pínu skjálfhent ýtir undir það sem ég sagði hérna fyrir ofan.
Það sem ég tek frá þessari mynd er hvað Bobby var orðinn ruglaður þegar leið að lokum.
Siggi, ég bloggaði um þrjár myndir fyrir neðan sem ég sá annað hvort ekki í tíma eða missti af hópferðinni í bíó, the Good Heart, Police Story og Memories of Murder. Ég var að pæla í því hvort ég fengi mætingu í þá tíma eða bloggaði ég of seint um þessar myndir?
ReplyDeleteSíðan sá ég í gær að Reynir bloggaði tvisvar ern þú fórst ekki yfir neðra bloggið hans svooo það bíður eftir þér blogg hjá Reyni :D
Ágæt færsla. 8 stig.
ReplyDelete