Wednesday, March 31, 2010

Earth (2007)

Ég fór á myndina Earth (2007) með Reyni í gær. Hún er sýnd á vegum græna ljósins sem hefur þær reglur að myndir munu byrja á réttum tíma, ekki verður hleypt inn á meðan myndin er sýnd og ekkert hlé verður á myndinni. Græna ljósið braut allar reglurnar sínar í gær með því að byrja myndina 25 mínútum of seint, fólk var samt sem áður að koma of seint á myndina OG það var hlé á henni. Græna ljósið er greinlega að standa fyrir sínu..

Þessi mynd var unnin af BBC í samstarfi við Disney og fleira. BBC hafa nú komið að gerð margar náttúrulífsþáttaraða og vita alveg hvernig á að gera þetta, hvernig skot eru áhrifaríkust og flottust en auðvitað snýst þetta mikið um heppni og þolinmæði við að ná réttu skotunum af dýrum.

Þessi mynd fjallar aðalega um þrjár “fjölskyldur”; kvenskyns ísbjörn og tvo húnana hennar, fílahjörð með litlu sætu fílsungana sína og kvenkyns hval og litla ungan hennar. Þessi mynd fjallar um þessar fjölskyldur og ferðalög þeirra í leit að æti ásamt því að fjalla um skóga jarðarinnar og sína mönnunum hvernig heilu vistkerfin geta fallið við hlýnun jarðar. Þetta er heimildarmynd sem er fræðandi um bæði dýr og það sem er að gerast á plánetunni. Hún var gefin út árið 2007 eftir að BBC kláraði framleiðslu á þáttunum Planet Earth (2006). Ég er búinn að sjá eitthvað af þessum þáttum og veit með vissu að sumt af myndefninu sem ég sá í Regnboganum er úr þáttunum.

Þessi mynd er stútfull af flottum og alveg hreint ótrúlegum skotum af dýrum og hvað þau eru að gera. Mjööög mörg skot eru tekin hægt og dramatísk/spennu-tónlist er sett undir, einum of oft að mínu mati. Ég verð að segja að ég bjóst við betri mynd, ég veit ekki af hverju. Þetta “hlýnun jarðar, við verðum að gera eitthvað” fór frekar í taugarnar á mér, ég verð bara að segja satt. Þó að þetta sé kannski satt þá trúi ég því varla að þetta sé svona dramatíkst eins og myndin sínir þetta. Síðan í endan á myndinni koma 2 mín þar sem fjallað eru um hvernig ákveðin vistkefi er í hættu og síðan er sagt:”What can you do?”.. lætur alla í salnum fá samviskubit í svona 20 mínútur sem síðan gleyma þessu og halda áfram að menga og gera allt slæmt á jörðinnni...ææi, ekki meiri predikanir.

Þegar ég lít til baka á þessa mynd vil ég frekar einblína á fræðandi þáttinn. Þessi mynd er mjög flott og vel unnin. Hljóðið í henni er alveg hreint magnað í maður fann það í bíósalnum að dýrin umkringdu mann og maður var bara í Afríku þar sem ljónin sátu um fílahjörðina á næturna. Mjög flott. Síðan er nokkur atriði af þessum skrítnu dýrum sem eru í öllum náttúrulífsþáttum, dýr sem eru örðuvísi og hegða sér skringilega þegar kemur að makavali og fæðuleit. Það eru alltaf svona atriði í hverjum þáttaröðum. Salurinn fór allur að hlæja. Annað sem vantaði ekki voru skot þar sem myndavélin var kjurr í nokkra daga og sýndi hvernig blómin, laufblöðin og allt annað óx. Mjög flott skot. Síðan voru enn flottari skot sem ég hef ekki séð áður, mig minnir. Þau voru mjög svipuð nema myndavélin var á hægri ferð á meðan. Ég var lengi að velta því fyror mér hvernig er náð þessum skotum. Er myndavélin færð millímetra á klst. og það gert í nokkra daga? Skotiða þar sem kameran var á ferð og grasið byrjaðu að vaxa og náði að lokum yfir hana og allt í kringum, thumbs-up!

Ég áttaði mig á því að það nægir alveg að horfa 40-60 mínútur í senn á svona náttúrlífsmynd. Þættirnir eru gott dæmi um það, halda athygli áhorfandans. Þessu mynd fannst mér eiginlega of löng þó svo að manni hefði langað að vita meira, erfitt að útskýra þetta. Myndin heillaði mig ekki alveg upp úr skónum eins og ég vonaðist. Það var kannski bara það, ég var með of miklar væntingar. Annars var þessi mynd mjööög flott í alla staði. Hljóðið í dýrunum, hægu tökurnar að dýrum að veiða.. epískt. Á heildina litið var þetta alveg fín mynd, ekkert meira né minna.

Hérna er trailerinn að myndinni en þið ættuð að þekkja lagið í honum. Gaurinn sem talar í trailernum, James Earl Jones , sá sami og tala fyrir Darth Vader í Star Wars, er ekki sögumaðurinn í myndinni. Hann er Patrick Stewart, Professor X í X-Men, sem segir mér að ég hafi séð ensku útgáfuna af myndinni.



1 comment:

  1. Flott færsla. 8 stig.

    Ég pældi einmitt í þessu sama þegar ég horfði á Planet Earth þættina. Hvernig ná þeir eiginlega að gera time-lapse senur þar sem myndavélin hreyfist? Mér detta bara í hug tveir möguleikar:
    1) myndavélin er tölvustýrð til þess að hreyfa sig um einhverja míkrómetra fyrir hvern ramma sem er tekinn.
    2) hreyfingarnar eru búnar til í tölvu úr myndefni sem tekið er með kyrrstæðri myndavél.

    Ég myndi gjarnan vilja sjá hvernig þetta er gert.

    ReplyDelete