Wednesday, March 31, 2010

Police Story (1985)

Ég misstir af annari mynd í tíma um daginn. Húin heitir Ging chat goo si eða Policy Story (1985). Ég ætla að greina frá sögurþræði, fjalla aðeins um myndina og leiksjórann sjálfan, Jackie Chan.


Ging chat goo si (1985)




Police story fjallar um Chan Ka-Kui(Kevin Chan), leikinn af Jackie Chan, sem er lögreglumaður í Hong-Kong. Honum tekst það að nú niður einum stærsta glæpakóng Hong Kong og það nánast á eigin spítur. Þegar glæpakóngurinn, Chu Tao, sér lögguna leggur hún flótta. Þegar maður horfir á fyrstu 20 mínúturnar af þessari mynd þá veit maður að þetta verður skemmtileg mynd. Eltingaleikurinn í byrjun er ómóstæðilegur ef svo má taka til orða. Þegar þeir keyra í gegnum fátækrahverfið og rústa öllu sem hægt er.. þetta hlýtur af hafa kostað sitt þessi eltingaleikur. Þetta veldur allavega því að áhorfandinn verður strax spenntur yfir þessari mynd. Eltingaleikurinn endar með því Chan nær kóngnum og honum er stungið í fangelsi. Chan er skammaður fyrir léleg vinnubrögð en samt sem áður hrósað. Næsta verkefni hjá honum er að vernda ritara Chu Tao. Hún er lykillinn þeirra til að halda Tao í fangelsi, hún ætlar að bera vitni gengn honum um þá glæpastarfsemi sem er búin að vera í gangi í kring um hana. Chan platar hana svo hún verður samvinnufús. Eitt kvöld er ráðist á þau og þau sleppa með naumindum, reyndar eyðilegst bílinn hennar alveg og einhvern vegin endar hún á undirfötunum einum. Chan fer með hana upp í sína íbúð þar sem kærastan hans og fleiri bíða eftir honum með köku, óvænt afmæli. Kærastan hans mistúlkar þetta alveg og allt fer upp eld áður en Chan nær að útskýra hvað er að gerast. Á meðan er Tao sleppt úr fangelsi vegna fárra sönnunargagan. Hann hefnir sín á Chan með því að drepa lögreglumann og lætur það líta út eins og Chan hafi gert það. Nú er Chan á flótta undan löggunni og á sama tíma að reyna að sættast við kærustuna (bráðdyndin saga). Loka senan er svo sú besta í myndinni þegar Chan, Tao, ritarinn og fleiri lögreglumenn eru öll stödd í verslunarmiðstöð. Þessi sena er svo fyndin og flott að maður nær varla orðum yfir það. Þetta er sena sem einkennir Jackie Chan algjörlega, hann einn að berjast á móti 20 bófum, stökkvandi niður nokkrar hæðir og bjargar sér með því að grípa í eitthvað (súlu með ljósaperum á) og rennur sér niður. Hasar, kímni, ást og svik...hvað meira viltu?


Þessi mynd heillaði mig alveg upp úr skónum með öllum þessum bardagaatriðum og hasarsenum. Hún var í þokkabót mjög fyndin og skemmtileg. Þetta voru ekki alveg þessiarklassísku Rush Hour/Jackie Chan senur, bara mikli mikli betri. Rush Hour er bara prump og vitleysa miðað við þessa mynd. Það eina sem angraði mig var helvítis talið. Ég sótti þessa mynd og því miður var hún á ensku tali. Það var næstum búið að eyðileggja myndina fyrir mér en ég horfði á lokin á youtube þar sem ég fann síðasta hlutann af henni með upprunalega talinu, svo miklu betra. Bandaríska dubb-ið var alveg ömurlegt og ég held að flestir væru sammála ef þeir mundu heyra það, allavega útgáfan sem ég sótti. Ég nennti ekki að sækja myndina aftur og lét þetta bara nægja. Þetta tal var slæmt en sem betur fer eyðilagði það ekki þessa skemmtilegu mynd fyrir mér.

Það sem mér fannst ótrúlegt við þessa mynd voru öll áhættuatriðin sem Jackie Chan lék sjálfur í. Það er u nokkur atriði þar sem Jackie er að leika áhættuleik og það verulega háskafullan. Ef þau atriði hefðu farið eitthvað úrskeiðis hefði það endað illa, jafnvel með dauðsfalli, en Jackie Chan er bara þessi gaur sem gerir sín eigin áhættuatriði og lifir á yrstu nöf. Hann leikstýrði bæði þessari mynd og Police Stories 2. Hann lætur ljós sítt skína í gegnum háskaleik og fíflaskap í þessum báðum myndum. Ég er reyndar ekki búinn að horfa á Police Stories 2 alla en þær mínútur sem ég sá af henni voru skemmtilegar. Mig grunar samt að hún sé lélegri, það verður oft þannig með gaman/hasarmyndir.. Ekki kannski gott dæmi en bara dæmi um þetta er Rush Hour 1, alveg fín og síðan allar hinar tómur skítur.


Ég mæli hiklaust með þessari mynd. Hún höfðar mjög líklega betur til stráka en allir ættu að geta skemmt sér yfir henni. Meðan ég man, HORFIÐ Á HANA MEÐ UPPRUNALEGA TALINU!


1 comment: