The Good Heart (2009)
The Good Heart er mynd úr smiðju Íslendingsins Dag Kára, en hann er sennilega þekktastur fyrir mynd sína Nóa Albínóa. Myndin er tekin upp á Íslandi, New York og Dóminíska lýðveldinu. Dagur Kári semur handritið auk þess að leikstýra. Dagur ásamt hljómsveit sinni Slowblow sér um tónlistina í myndinni. Myndin gerist í New York og fjallar um heimilslausan dreng, Lukas sem leikinn er af Paul Dano, og bareigandann Jasques, sem leikinn er af Brian Cox. Í byrjun fáum við að kynnast karakterunum í sínum aðstæðum. Lukas er heimilslaus og býr í pappakassa í hættulegu hverfi á meðan Jasques sýnir á sér súrar og leiðinlegar hliðar sem ötull bareigandi. Skyndilega skarast leiðir þeirra þegar þeir lenda saman á spítala. Jasques fær hjartaáfall á meðan Lukas hafði reynt að taka eigið líf. Þá hefst myndin fyrir alvöru og á milli þeirra hefst sterk vinátta. Jasques leitar Lukas uppi eftir að hann er útskrifaður og vill taka hann að sér, með það fyrir augum Lukas geti tekið við barnum eftir hans dag. Fer þá af stað þjálfunarferlið og styrkist vináttan á milli þeirra.
Sagan fer svo í háaloft þegar flughrædda flugfreyjan April mætir á svæðið. April kemst mitt á milli þeirra félaga og neyðir þá til að taka afstöðu gegn hvorum öðrum. April er gegnumgangandi mest pirrandi karakterinn í myndinni. Maður fær alveg upp í kok yfir því hvernig hún er og hvernig hún nýtir sér góðmennsku Lukas. Þau Lukas giftast og þetta „samband“, ef samband má kalla, gengur ágætlega þangað til Lukas rekur hana út eftir að honum fannst hún og Gleðigjafinn verða full nærgöngul. Við þetta verður ákveðinn fasbreyting á Lukas sem hættir að vera þessi vingjarnlegi og ljúfi strákur og verður hann mun fýldari. Jasques viðurkennir svo að April hafi verið farin að vaxa í áliti hjá honum enda hörð og kaldryfjuð stelpa.
Jasques fær enn og aftur hjartaáfall og fer uppá spítala. Hann fær þær fréttir að ætli hann að lifa eitthvað lengur þurfi hann á líffæragjöf að halda, þ.e. nýtt hjarta. Þarna sjá glöggir strax tengninuna að hann muni á endanum fá hjartað hans Lukasar, en hann hafði af þakklæti sínu boðist til að skrá sig á lista yfir líffæragjafa, þegar hann útskrifaðist af spítalanum eftir sjálfsmorðstilraunina. Þá var í raun bara að bíða eftir því að sjá hvernig Lukas myndi deyja og gerðist það snöggt þegar hann var að elta strokuöndina, í annað skiptið í myndinni. Bíll kemur askvaðandi og keyrir á Lukas sem deyr heiladauða, sem verður til þess að hægt er að nota líffærin hans. Það er því kannski svoldið kaldhæðið að öndin hafi verið valdur af dauða hans, en hún hafði átt að vera jólamatur þeirra félaga löngu áður. Þá var það Jasques sem stöðvaði það, en hann hafði orðið mildari og blíðari eftir síðustu spítalaheimsókn.
Ég verð að segja að þrátt fyrir fyrirsjáanlegt plot þá hafði ég mjög gaman af þessari mynd. Mér fannst Paul Dano og Brian Cox skila hlutverkum sínum á frábæran hátt, og leikkonan sem lék April tókst líka svona vel til að vera óþolandi. Myndin er virkilega flott og litlir og hráir litir gefa ótrúlega góða mynd af stemningunni sem myndast á skítugum börum New York borgar.
Soldið mikil endursögn. 4 stig.
ReplyDelete