Wednesday, March 31, 2010

Memories of Murder


Ég missti af einni mynd í tíma fyrir nokkrum vikum síðan. Hún heitir Salinui chueok eða Memories of Murder (2003). Ég ætla fjalla stuttlega um hana.


Salinui chueok (2003)


Memories of Murder fjallar um lögreglumennina Park Doo-Man, Cho Yong-koo og Seo Tae-Yoon. Önnur falleg stelpa er fundin dáin í héraði í Suður-Kóreu eftir að henni hafi verið nauðgað og skilin eftir með nærbuxurnar í kjaftinum. Park og Cho eru tveir lögreglumenn frá héraðinu sem beita óhefðbundnum og lélegum aðferðum til að rannasaka málið. Þeir eru þekktir fyrir að pynta og lemja fólkið sem það yfirheyrir til að fá út úr þeim játningu, þó svo fólkið sé saklaust og eigi mikið betra skilið. Eftir að fleiri lík af stelpum finnast þá er lögreglumaður úr borginni kallaður inn í málið. Hann er á móti þessum aðferðum sem mennirnir beita en í lok myndarinnar er hann orðinn jafn spilltur og þeir sjálfir, næstum búinn að drepa saklausan borgara. Myndin endar svo á tvíræðum endi en ég ætla ekki að segja mikið meira frá söguþræðinum því ég vil ekki spoila henni alveg. Hins vegar ælta ég að tala aðeins betur um hana og nokkur atriði í henni.

Myndin er leikstýrð af Joon-ho Bong en hann hefur gert fleiri myndir á borð við Gwoemul (The Host, 2006) sem vann til nokkra verðalauna á mismunandi hátíðum og Flandersui gae (Barking Dogs Never Bite, 2000) sem er frekar trufluð mynd að sögn Arnórs og Óla því þeir héldu ágætis fyrirlestur um þennan frábæra leikstjóra.


Myndin er frekar óvenjuleg að því leiti að maður fær aldrei að vita nógu mikið. Líka þegar maður heldur að þeir séu búnir að finna sökudólginn þá gerist eitthvað annað. Mér fannst þessa mynd mjög flott að því leiti og heldur áhuga miklum, allavega hjá mér. Þessi mynd var mjög flott að flestu leiti. Það sást greinilega að hún var mjög vel unnin og mikil vinnsla fór í að finna rétta umhverfið og allt sem tengist því að gera það sem fullkomnast. Nokkur atriði í myndinni eru alveg hreint eins og málverk en gott dæmi um það er síðasta sena myndarinnar. Á tíma fór myndin frekar í taugarnar á mér, sérstaklega spilltu lögreglumennirnir í héraðinu. Þegar þeir voru að yfirheyra eða tala við saklaust fólk þá byrjuðu þeir bara að lemja og sparka í það þangað til þau sögðu þeim það sem þeir vildu heyra. Fólkið reyndi bara að tala við þá en það gekk ekkert. Tónlistin í myndinni var mjög flott og byggði upp spennu í svo mörgum atriðiðum. Mynd er heilt yfir mjög flott spennu/hasar/drama mynd með mörgum flottum atriðum og sérst0kum tökum.


Boðskapur myndarinnar er kannski sá að maður finnast ekki alltaf það sem maður leitar að. Maður verður alltaf fyrir vonbrigðum og kemst ekki alltaf að svari. Þessi mynd er einnig mikil ádeila á stjórnvöld, líklegast þá í Suður-Kóreu, og réttarkerfið. Það er spillt og þó svo það eru til menn sem vilja breyta til þá þarft meira en nokkra til að fá fram breytingum.


Hérna er trailerinn að henni. Mjög drungalegur og flottur!

1 comment:

  1. Hún minnti mig líka soldið á Zodiac, sem er reyndar gerð á eftir henni...

    Fín færsla. Byrjar soldið skringilega ("Önnur falleg stelpa er fundin..." Hver var sú fyrsta?). 7 stig.

    ReplyDelete