Fyrsta bloggið á árinu og ég ætla að fjalla um anime myndina Nausicaa of the Valley of the Wind.
Nausicaa of the Valley of the Wind gersit 1000 árum eftir að “sjö dagar af eld” hafa liðið. Sjö dagar af eld tímabil þar sem ákveðinn hópur manna bjuggu til risa hermenn til að ná yfirráðum yfir einhverju(kemur ekki alveg til skila í myndinni) en það endaði með því að hermennirnir útrýmdu næstum öllum mönnum. 1000 árum eftir atburðinn eru hermennirnir löngu dánir en öll jörðin er menguð og ill farin. Mennirnir eru enn til staðar en á jörðinni eru nú eitraðir skógar þar sem menn geta ekki andað eitrinu sem plönturnar gefa frá sér. Í þessum skógum lifa risa skordýr en eitt stærsta og mikilvægustu skordýrin kallsat Óm og eru eins konar verndarar skóganna. Mennirnir eiga eiga í erfiðleikum að lifa í sátt og samlyndi með skógunum. Oft hafa mennirnir reynt að útrýma skógunum en það endar alltaf með því að Ómin koma úr skógunum og drepa flesta mennina sem réðust á skógana í upphafi. Nausicaa, aðalpersónu myndarinnar, er ung kona sem býr og dal vindsins en henni er annt um alla lifandi hluti. Hún veit að skógarnir eru ekki vondir eins og flestir menn halda og reynir að sýna fram á það að menn og eitruðu skógarnir geta lifað samstiga. Á fyrstu 10 mínútunum í myndinni koma fram mikið af upplýsingum sem maður verður að ná ef maður á að skilja eitthvað í myndinni.
Myndin var leikstýrð og skrifuð af Hayao Miyazaki en áður en hann gaf út myndina gaf hann nefnilega frá sér tvær manga bækur um Nausicaa og ósköp svipað ævintýri. Hann gerði síðan myndina vegna vinsælda bókanna. Myndin kom árið 1984 en árið eftir stofnaði hann, ásamta Takahata, fyrirtæki sem framleiðir anime-teiknimyndir, Studio Ghibli. Í þessari mynd koma fram mikið af þeim þáttum sem einkenna myndir Miyazakis. Boðskapur myndarinnar er sá að menn og náttúran geta lifað í sátt og samlyndi en leikstjórinn hefur alltaf verið mikill náttúrverndarsinni. Sami boðskapur kemur fram í öðrum myndum og má þar helst nefna Princess Mononoke, hans fyrst heimsfræga mynd. Aðlpersóna myndarinn er ung kona en í myndum eftir hann eru konur mikið í sviðsljósinu og oft eru þær friðarsinnar sem berjast fyrir að halda friði með sem minnstu ofbeldi. Í þessari mynd er eitt klikkað flott atriði þar sem Nausica er á svif/flugtækinu sínu og eru að reyna stoppa menn sem eru með lítið Óm í eftirdragi. Hún kastar sér af tækinu og hendist að þeim, alveg stíf í loftinu. Það eina sem angraði mig við þetta atriði og reyndar á nokkrum stöðum í myndinni er tónlistin. Hún átti greinlega að reyna byggja upp meiri spennu en hún frekar kjánaleg, einhvers konar léleg Nintendo tölvuleikjatónlist. Ég held meira að segja að ég hafi farið að hlæja í einu atriði þar sem tónlist var virkilega slæm. En eitt af höfuðeinkennum Miyazakis er undrun hans á flugi. Í þessari mynd sjást mörg flugtæki og helmingur bardagaatriði gerast í hálöftunum. Öll framtíðar flugtækin í myndinni heilla mann upp úr skónum, sérstaklega svifflugvélin hennar Nausicuu. Ég las það einhvers staðar á netinu að árið 2004 var háskóli í Kína eða Japan sem reyndi að gera þessa vél og athuga hvort hún gæti í raun virkað. Háskólinn neitaði að fá styrk frá Ghibli því þeir vildu ekki að orðspor þeirra mundi særast ef eitthvað færi úrskeiðis. Þeir náði að gera svipaða vél en ekkert stóð um hvort hún hafi virkað eða ekki, að öllum líkindum ekki. En undrun hans á flugtækjum er mikil enda koma fram einhvers konar tæki í flestum myndum sem hann hefur leikstýrt. Flugtækinu eru oft risastór með litlum inn í þeim stóru og það skemmtilega er að þau eru flest með vængi svo þau þurfa að blaka vængjunum til að halda sér á lofti. Reyndar eru engin þannig flugtæki í þessari mynd en í næstu mynd sem hann gerði Laputa: Castle in the sky koma fram flugtæki með vængi eins og flugur.
Þegar ég sá þessa mynd fyrst horfði ég á hana á japönsku en í seinna skiptið horfði ég á hana með ensku tali. Mér fannst hún betri með ensku tali en það er bara ein mynd eftir Miyazaki sem mér fannst betri með japönsku tali(og enskum texta) en ensku og það var myndin Laputa: Caslte in the Sky (1986). Það er bara misjafnt hvað fólki finnst um þetta en líklegast finnst flestum betra að horfa á anime myndir með ensku tali, þá tala ég um Evrópubúa og íbúa Bandaríkjanna. Sjálfur mundi ég kjósa að hlusta á Uma Thurman sem tala fyrir eina persónu í myndinni heldur en japanska konu. Trailerinn hér fyrir neðan segja mjög mikið hvað myndin fjallar um, besti trailerinn sem ég fann af myndinni. Tónlistin í trailernum er frekar léleg og kemur ekki fram í myndinni en tónlistin í myndin er örðuvísi léleg. Maðurinn sem sá um tónlistina í myndinni, Joe Hisaishi, hefur unnið mikið með Miyazaki. Hann hefur gert tónlistina fyrir margar myndir Miyazakis og ber þar helst að nefna Princess Mononoke, Spirited Away og Howl’s Moving Castle. Í byrjun myndarinnar eru nokkur stef sem einkann tónlistina í Princess Mononoke, á tímum þegar skógarandinn leitar að höfðinu sínu og allt í í volæði.
Ég held að þessi mynd hefði getað orðið flottari ef Miyazaki hefði gert hana seinna. Það hefði verið allt annar bragur yfir henni ef útlitið hefði verið eins og í Princess Mononoke, Spirited Away og Howl’s Moving Castle. Ég held að Ómin og öll skordýrin hefðu getað verið betri og óvinirnir aðeins öðruvísi, frábrugðnari fólkinu úr dal vindsins. En kannski hefði það útlit ekki gert þessa mynd að því meistarverki sem hún er.. hver veit.
Að lokum vil ég enda þessa færslu með lagi í myndinni. Frekar truflandi lag sem festist í hausnum mínum í talsverðan tíma. Ómin eru að skoða Nausicaa en það kemur fram í myndinni að Ómin eru ekki vondar skepnur heldur eru að reyna bjarga jörðinni.